Hoppa yfir valmynd

Nýir tímar - breytt hagstjórn

Ráðstefna um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð þann 14. febrúar kl. 13 á Hilton Hótel Nordica í fundarsal F.

  • 13:00 Ávarp fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar
  • 13:15 Gender Budgets Make Sense, Diane Elson*
  • 14:15 Kaffihlé
  • 14:30 Kynlegir kvistir í fjárlagagerð, Halldóra Friðjónsdóttir, formaður verkefnisstjórnar um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð.
  • 14:50 Greining á framlögum til þróunarsamvinnu á vegum utanríkisráðuneytisins, Þórarinna Söebech sérfræðingur á þróunarsamvinnusviði utanríkisráðuneytisins
  • 15:20 Greining útgjalda Vinnumálastofnunar vegna úrræða atvinnuleitenda, Karl Sigurðsson sviðsstjóri vinnumálasviðs Vinnumálastofnunar

Fundarstjóri: Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.

*Diane Elson er prófessor við Essex Háskóla í Bretlandi og einn helsti sérfræðingur í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð. Hún starfar með The Women‘s Budget Group sem er sjálfstæður hópur sérfræðinga úr akademíu, frá frjálsum félagssamtökum og stéttarfélögum. Markmið The Women‘s Budget Group er að stuðla að auknu jafnrétti kynja með því að leggja mat á efnahagstefnur og áætlanagerð. Einnig hefur Diane Elson starfað fyrir UNIFEM bæði í höfuðstöðvum þeirra í New York og sem ráðgjafi víða um heim. Meðal annars kom hún að fjárlagagerð í Suður-Afríku eftir að tíma aðskilnaðarstefnunnar lauk. Hún hefur verið iðin við skriftir og rannsóknir og hefur samið leiðbeiningar, um framkvæmd kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar. Erindi Diane Elson fer fram á ensku en önnur dagskrá er á íslensku.

Dagskráin er hluti af verkefninu Samstíga og er styrkt af PROGRESS-sjóði ESB.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics