Hoppa yfir valmynd

Koma bandarískra herskipa til Íslands

Nr. 82

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Bandarísku tundurspillarnir USS Porter, USS Arleigh Burke og freigátan USS Carr koma til Reykjavíkurhafnar dagana 23. - 26. ágúst n.k. til að hvíla áhöfn og taka vistir. Skipin verða á leið til þátttöku í kafbátarleitaræfingu vestur af Íslandi (KEFTACEX 02), sem stendur dagana 23. ágúst til 9. september n.k., en skip og flugvélar frá átta öðrum aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins taka þátt í æfingunni. Á meðal síðarnefndra verða norski kafbáturinn UTSIRA og danska freigátan HDMS Vædderen, sem einnig koma til hafnar. Þetta er í áttunda skipti sem æfing af þessu tagi er haldin.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 21. ágúst 2002.


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics