Hoppa yfir valmynd

Drög að frumvarpi um varnarlínu milli viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi birt í samráðsgátt

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir í dag drög að frumvarpi um varnarlínu milli viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpinu er ætlað að hrinda í framkvæmd einni af megintillögum hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið.

Lagt er til að hámark verði sett á stöðutöku kerfislega mikilvægra viðskiptabanka og sparisjóða í fjármálagerningum og hrávörum. Jafnframt er lagt til að Fjármálaeftirlitinu verði heimilað að takmarka viðtöku viðskiptabanka og sparisjóða á innlánum, óháð því hvort þeir teljist kerfislega mikilvægir, ef stöðutaka þeirra í fjármálagerningum og hrávörum fer umfram tilgreind mörk og getur ógnað hagsmunum innlánseigenda.

Frestur til að veita umsögn um málið er til 7. mars. Fjármála- og efnahagsráðherra áformar að leggja fram frumvarp á Alþingi um varnarlínuna síðar í mars.


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics