Hoppa yfir valmynd

Samningalota 23-27. júní 2014

Sjötta samningalotan í TiSA viðræðunum um aukið frelsi í þjónustuviðskipum var haldin í Genf dagana 23-27. júní 2014. Viðræðurnar voru með sama sniði og síðustu tvær samningalotur þar sem umræðum er skipt í sérfræðingahópa. Til umfjöllunnar í lotunni voru textadrög um för þjónustuveitenda (Mode 4), fjármálaþjónustu, upplýsinga- og fjarskiptatækni, rafræn viðskipti og staðgreining (Localization), fagþjónusta (Professional services), innlendar reglur (Domestic regulation), alþjóðlega sjóflutninga, loftflutninga, hraðpóstþjónustu (Competitive Delivery Services) og farmflutninga (Road transport).

Ísland heldur áfram þátttöku sinni í þremur hagsmunahópum: Vinir orkuþjónustu, vinir sjóflutninga og áhugahópur um Professional Services. Auk þess fundaði Ísland með Noregi, ESB og Liechtenstein í upphafi lotunnar þar sem farið var yfir sameiginlega hagsmuni EES-ríkjanna í tengslum við för þjónustuveitenda. Ríkin koma til með að halda áfram samráði um helstu atriði tengd EES-samstarfinu vegnaTiSA viðræðnanna.

Fyrir sérfræðingafund um fagþjónustu bauð International Bar Association (IBA) til hádegisfundar um alþjóðleg viðskipti á sviði lögfræðiþjónustu. Þar kom fram að alþjóðleg viðskipti á þessu sviði nema 610 milljörðum USD árlega í þjónustuviðskiptum og fjárfestingum. IBA hélt kynningu um helstu þætti og skilgreiningar á lögfræðilegri þjónustu sem veitt er á alþjóðlegum markaði. Þá kynntu fulltrúar IBA niðurstöður nýrrar skýrslu um markaðsaðgang TiSA þátttökuríkjanna á þessu sviði en skýrslan verður birt í heild sinni í lok október 2014. Sjá m.a. frétt af heimasíðu IBA.

Einnig var dreift bæklingi IBA um GATS og lögfræðiþjónustu sem var uppfærður árið 2013.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics