Hoppa yfir valmynd

Norðurskautsríkin æfa leit og björgun við Austur-Grænland

SAREX_2012

Í dag  hefst fjögurra daga leitar- og björgunaræfing norðurskautsríkjanna á Grænlandshafi sem byggir á alþjóðasamningi Norðurskautsráðsins um leit og björgun. Samningurinn var undirritaður af utanríkisráðherrum allra norðurskautsríkjanna átta á síðasta ári í tengslum við fund ráðsins í Nuuk á Grænlandi.

Danir sjá um skipulag æfingarinnar sem fer fram á hafsvæðinu milli Íslands og Grænlands og á fjörðum á Austur-Grænlandi. Landhelgisgæslan heldur utan um framkvæmd æfingarinnar fyrir hönd Íslands og taka fjölmargir innlendir viðbragðsaðilar þátt í æfingunni m.a. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Isavia og Rauði kross Íslands. Nánari upplýsingar um æfinguna er að finna á heimasíðu Landhelgisgæslunnar www.lhg.is

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics