Hoppa yfir valmynd

Miklir möguleikar í norrænu samstarfi um ferðamál

Ragnheiður Elín kynnir skýrsluna fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur - mynd

Norðurlönd hafa til mikils að vinna með því að starfa saman á sviði ferðamála. Meðal annars getur borgað sig að eiga samstarf á sviði nýsköpunar, stafrænnar þróunar og markaðsmála. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Norræna ráðherranefndin hefur látið gera. Ferðamál eru í miklum forgangi hjá Norrænu ráðherranefndinni og samstarf um ferðamál verður ofarlega á dagskrá þegar atvinnumálaráðherrarnir hittast á Íslandi í júní.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrum iðnaðar- og viðskiptaráðherra, vann greininguna og varpar fram allmörgum tillögum að því hvernig styrkja megi samstarfið. Efni skýrslunnar er ætlað að nýtast í vinnu að norrænni ferðamálaáætlun sem nú stendur yfir og verður kynnt síðar á þessu ári. Í skýrslunni er meðal annars lögð áhersla á að sjálfbær ferðamennska sé svið þar sem traust samstarf skiptir máli og þar sem áskoranir séu svipaðar á öllum Norðurlöndum. Lagt er til að gerð verði norræn áætlun með mælanlegum og metnaðarfullum markmiðum um sjálfbæra ferðamennsku. Auk þess er kallað eftir eftir skýrum markmiðum og forgangsröðun norrænna stjórnmálamanna vegna samstarfs um sjálfbæra ferðamennsku. 

Ragnheiður Elín Árnadóttir: „Margar áskoranir á sviði ferðamála eru þær sömu í öllum löndunum. Þess vegna er til mikils að vinna að auka samstarfið. Í vinnu minni við greininguna fann ég skýr merki þess að bæði er áhugi á og þörf fyrir aukið norrænt samstarf á sviði ferðamála. Löndin geta lært mikið hvert af öðru,“

Tags

8. Góð atvinna og hagvöxtur

Heimsmarkmiðin

8. Góð atvinna og hagvöxtur

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics