Hoppa yfir valmynd

Ráðstefna um Snorra Sturluson í Búlgaríu

Nr. 099

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Sendiráð Íslands í Stokkhólmi hefur að undanförnu átt aðild að undirbúningi alþjóðlegrar ráðstefnu um Snorra Sturluson og rætur norrænna bókmennta sem haldin verður á vegum "Saint Kliment Ohridski" háskólans í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, dagana 14. - 16. október næstkomandi.

Á ráðstefnunni munu íslenskir og erlendir sérfræðingar fjalla um mikilvægi Snorra sem rithöfundar í fortíð og nútíð. Ennfremur verður efnt til umræðu um norrænar bókmenntahefðir með þátttöku rithöfunda frá Norðurlöndum.

Jafnframt mun Svavar Gestsson, sendiherra Íslands í Búlgaríu, opna sýningu við háskólann sem helguð er aldarafmæli Halldórs Laxness. Til sýningarinnar er efnt í tilefni ráðstefnunnar og opnunar nýrrar lyfjaverksmiðju fyrirtækisins Balkanpharma í Búlgaríu en fyrirtækið er einn styrktaraðila Laxnesssýningarinnar.

Dagskrá ráðstefnunnar er hjálögð.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 4. október 2002



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics