Hoppa yfir valmynd

Staðgengill utanríkisráðherra fundar með forsætisráðherra Indlands

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 13

Í dag átti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, staðgengill utanríkisráðherra í opinberri heimsókn til Indlands, fund með Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands. Á fundinum ræddu ráðherrarnir tvíhliða samskipti landanna, opnun sendiráðs Íslands á Indlandi, og hugsanlega opnun indversks sendiráðs á Íslandi. Þá ræddu ráðherrarnir stöðu efnahagsmála á Indlandi og Íslandi, en Manmohan Singh, sem áður gegndi embætti fjármálaráðherra, er jafnan talinn vera höfundur þeirra umbóta er urðu kveikjan að efnahagsuppsveiflu Indlands.

Í dag hélt ráðherra einnig ræðu um utanríkismál hjá “Indian Council for World Affairs”, sem er ein stærsta rannsóknarstofnun Indlands um alþjóðamálefni. Í ræðu sinni fjallaði ráðherrann um utanríkisstefnu Íslands, aukin pólitísk og efnahagsleg samskipti Íslands og Indlands og þann hag sem löndin hafa á auknum samskiptum sín á milli.

Ræða ráðherra fylgir hjálagt.

Ávarp, Indland



Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics