Hoppa yfir valmynd

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar 2008

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúarmánuð liggur nú fyrir. Þar sem uppgjörið nær aðeins til eins mánaðar er samanburður við fyrra ár háður óvissu vegna tilfærslu milli mánaða og á það jafnt við um tekjur og útgjöld. Þetta getur valdið óeðlilega miklum sveiflum í einstaka liðum. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri jákvætt um 25,4 ma.kr., sem er 1,9 ma.kr. hagstæðari útkoma en á sama tíma í fyrra. Tekjur reyndust um 4,6 ma.kr. meiri en í fyrra á meðan gjöldin jukust um 3,3 ma.kr. Hreinn lánsfjár­jöfnuður er jákvæður um 24,4 ma.kr. en var neikvæður um 6,8 ma.kr. á sama tíma í fyrra.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar 2008

(Í milljónum króna)

2004

2005

2006

2007

2008

Innheimtar tekjur

24.204

29.894

41.132

51. 972

56.587

Greidd gjöld

24.737

25.338

25.508

28.339

31.597

Tekjujöfnuður

-533

4.556

15.624

23.633

24.990

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl.

-672

-

-

-

-

Breyting viðskiptahreyfinga

-590

-1.901

-1.698

-115

420

Handbært fé frá rekstri

-1.795

2.655

13.926

23.518

25.410

Fjármunahreyfingar

204

3.219

-1.077

-30.342

-1.051

Hreinn lánsfjárjöfnuður

-1.591

5.874

12.849

-6.824

24.359

Afborganir lána

-17

-11.135

-4.049

-60

-576

  Innanlands

-17

-2.142

-4.049

-60

-576

   Erlendis

-

-8.994

-

-

-

Greiðslur til LSR og LH

-625

-

-330

-330

-330

Lánsfjárjöfnuður, brúttó

-2.233

-5.261

8.470

-7.214

23.453

Lántökur

7.674

5.563

1.532

31.861

-3.550

   Innanlands

8.012

-3.431

1.532

31.861

-3.550

   Erlendis

-338

8.994

-

-

-

Breyting á handbæru fé

5.442

302

10.002

24.647

19.903

 

Innheimtar tekjur ríkissjóðs í janúar námu 56,6 ma.kr. sem er 9,3% aukning frá janúar 2007. Þar af námu skatttekjur og tryggingagjöld 54,2 ma.kr. sem er 9,5% aukning frá fyrra ári og samsvarar raun­aukningu um 3,7% miðað við hækkun almenns verðlags. Aðrar rekstrartekjur aukast um 6,7% en þær skýrast einkum af vaxtatekjum og sölu vöru og þjónustu.

Skattar á tekjur og hagnað námu 31,7 ma.kr. sem er 5,7% aukning frá árinu 2007. Þar af nam tekjuskattur einstaklinga 7,9 ma.kr. og lækkaði um 9,6% frá fyrra ári. Tekjuskattur lögaðila nam 0,3 ma.kr. Skattur af fjármagnstekjum nam 23,5 ma.kr. og jókst um 17,2% miðað við sama tímabil í fyrra, en innheimta hans fer að stærstum hluta fram í janúarmánuði hvert ár. Eignarskattar jukust um 40% frá fyrra ári og námu 831 m.kr., þar af námu stimpilgjöld 629 m.kr.

Innheimta veltuskatta nam 17,1 ma.kr. í janúar og jókst um 17,2% frá fyrra ári eða sem nemur 11,4% að raunvirði eftir að tekið hefur verið tillit til hækkunar vísitölu neysluverðs. Stærsti hluti veltuskatta eru tekjur af virðisaukaskatti sem nam 12,5 ma.kr. og jókst um 18,7% á milli ára eða 12,9% að raunvirði. Tekjur af áfengis- og tóbaksgjaldi lækkuðu að raunvirði um 2,5% að raunvirði. Önnur vörugjöld fylgdu verðlagsþróun að mestu. Vörugjöld af ökutækjum jukust um 90% að raunvirði og olíugjaldið um 1,7% en vörugjöld af bensíni drógust saman um 10,3% að raunvirði.

Af öðru má nefna að tekjur vegna tolla og aðflutningsgjalda jukust um 14% frá sama tíma í fyrra og námu um 850 m.kr. og innheimta tryggingargjalda er sú sama og í janúar 2007.

Greidd gjöld nema 31,6 ma.kr. og hækka um 3,3 ma.kr. frá fyrra ári, eða um 11,5%. Mest munar um eins milljarðs hækkun til menntamála eða 21% og vegur lánasjóður námsmanna þar þyngst með um 500 m.kr. hækkun á milli ára. Almannatryggingar og velferðar­mál hækka um 0,6 milljarða milli ára eða 11%, og heilbrigðismál um 0,5 ma.kr. eða 6,8%. Þessir þrír málaflokkar vega langþyngst í heildarútgjöldum ríkisins og eru með tæplega 2/3 hluta útgjaldanna.

Lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs er jákvæður um 23,5 ma.kr. í janúar, en lánsfjár­þörfin var 7,2 ma.kr. á sama tíma í fyrra. Hreinn lánsfjárjöfnuður nam 24,4 ma.kr. Í janúar var gerður upp ríkisvíxill að fjárhæð 3,5 ma.kr.  

Tekjur ríkissjóðs janúar 2008

 

Milljónir króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2006

2007

2008

 

2006

2007

2008

Skatttekjur og tryggingagjöld

39 043

49 532

54 218

 

37,6

26,9

9,5

Skattar á tekjur og hagnað

25 445

29 976

31 697

 

54,3

17,8

5,7

Tekjuskattur einstaklinga

7 766

8 714

7 880

 

7,2

12,2

-9,6

Tekjuskattur lögaðila

4 143

1 232

 333

 

942,5

-70,3

-72,9

Skattur á fjármagnstekjur

13 535

20 030

23 484

 

53,0

48,0

17,2

Eignarskattar

 810

 594

 831

 

11,2

-26,8

40,0

Skattar á vöru og þjónustu

9 324

14 560

17 057

 

14,2

56,2

17,2

Virðisaukaskattur

5 370

10 560

12 532

 

9,4

96,6

18,7

Vörugjöld af ökutækjum

 732

 441

 864

 

20,6

-39,7

95,8

Vörugjöld af bensíni

 834

 814

 777

 

2,0

-2,5

-4,5

Skattar á olíu

 451

 516

 555

 

91,1

14,4

7,5

Áfengisgjald og tóbaksgjald

 830

 865

 894

 

4,6

4,3

3,3

Aðrir skattar á vöru og þjónustu

1 107

1 364

1 435

 

38,0

23,2

5,3

Tollar og aðflutningsgjöld

 295

 748

 854

 

24,8

153,8

14,0

Aðrir skattar

 57

 56

 153

 

39,2

-1,3

170,3

Tryggingagjöld

3 111

3 598

3 626

 

15,0

15,7

0,8

Fjárframlög

 38

 35

-

 

-29,6

-8,0

-100,0

Aðrar tekjur

2 037

2 219

2 369

 

38,3

8,9

6,7

Sala eigna

 14

-

-

 

-

-

-

Tekjur alls

41 132

51 786

56 587

 

37,6

25,9

9,3



Gjöld ríkissjóðs janúar 2008

 

Milljónir króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2006

2007

2008

 

2007

2008

Almenn opinber þjónusta

3 003

3 332

3 862

 

10,9

15,9

Þar af vaxtagreiðslur

 512

 639

1 080

 

24,8

69,1

Varnarmál

 136

 33

 84

 

-75,7

155,1

Löggæsla, réttargæsla og öryggismál

 820

1 173

1 250

 

43,1

6,5

Efnahags- og atvinnumál

2 590

3 564

3 294

 

37,6

-7,6

Umhverfisvernd

 210

 271

 167

 

29,3

-38,4

Húsnæðis- skipulags- og veitumál

 43

 32

 43

 

-25,2

34,3

Heilbrigðismál

7 110

7 084

7 569

 

-0,4

6,8

Menningar-, íþrótta- og trúmál

1 422

1 739

1 763

 

22,3

1,4

Menntamál

4 545

4 887

5 915

 

7,5

21,0

Almannatryggingar og velferðarmál

5 161

5 694

6 318

 

10,3

11,0

Óregluleg útgjöld

 468

 530

1 331

 

13,2

151,3

Gjöld alls

25 508

28 339

31 597

 

11,1

11,5



Grein



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics