Hoppa yfir valmynd

Kosningaeftirlit í Kosóvó

Nr. 111

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Sveitarstjórnarkosningar fara fram í Kosóvó-héraði laugardaginn 26. október næstkomandi. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, hefur yfirumsjón með kosningunum. Kosið verður í 30 héraðsstjórnir en rúmlega 1,3 milljónir manna eru á kjörskrá. Um 900 manns frá aðildarríkjum ÖSE munu annast skipulag, framkvæmd og eftirlit með kosningunum, þar á meðal þrír Íslendingar á vegum utanríkisráðuneytisins, þær Þuríður Backman, alþingismaður, Telma L. Tómasson, fréttamaður og Bergdís Ellertsdóttir, sendifulltrúi. Þátttaka þeirra er liður í auknu framlagi utanríkisráðuneytins til uppbyggingar- og friðarstarfs á Balkanskaga sem fer fram á vegum ÖSE, Sameinuðu þjóðanna og NATO. Alls starfa nú 22 Íslendingar á vegum Íslensku friðargæslunnar á Balkanskag að friðargæslu og uppbyggingarstarfi innan ramma þessara stofnana.

Nánari upplýsingar um héraðsþingskosningarnar má finna á heimasíðu ÖSE á slóðinni www.osce.org.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 17. október 2002


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics