Hoppa yfir valmynd

Ráðherrafundur Evrópusambandsins um Norðlægu víddina í Lúxemborg

Nr. 115

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Í dag var haldinn í Lúxemborg ráðherrafundur Evrópusambandsins um hina Norðlægu vídd. Í fjarveru Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra sat Sverrir Haukur Gunnlaugsson ráðuneytisstjóri fundinn.
Norðlæga víddin er stefnurammi um eflingu nyrðstu byggða Evrópusambandsins og samstarf þess við Rússland.
Málflutningur Íslands tók mið af því að kynna áherslur Íslands formennsku Norðurskautsráðsins. Sérstök áhersla var lögð á möguleikana á auknu samstarfi Evrópusambandsins og Norðurskautsráðsins, einkum á sviði umhverfismála, rannsókna og upplýsingasamfélagsins. Bent var m.a. á rannsóknir á loftslagsbreytingum, sem nú er unnið að á vettvangi Norðurskautsráðsins, og rannsóknir á áhrifum mengunar á heilsu fólks og dýra á norðurslóðum. Einnig var vikið að gerð skýrslu Norðurskautsráðsins um lífskjör á norðurslóðum og könnun á tækifærum á sviði upplýsingatækni. Hvort tveggja eru forgangsatriði í íslensku formennskunni.
Á fundinum voru samþykktar leiðbeiningarreglur um nýja framkvæmdaáætlun Norðlægu víddarinnar sem unnin verður innan Evrópusambandsins á næstu mánuðum.
Meðfylgjandi eru skilaboð utanríkisráðherra, formanns Norðurskautsráðsins, til fundarins.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 21. október 2002



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics