Hoppa yfir valmynd

Nýstárlegt námskeið um þróunarsamvinnu, mannúðar- og friðarstarf

Serleyfisbill_a_ferd_og_llugi
Serleyfisbill_a_ferd_og_llugi

Gert er ráð fyrir að þátttakendur fái innsýn í vinnuumhverfi og aðstæður á vettvangi hjálparstarfsins erlendis. Þátttakendur fá fræðslu um verksvið innlendra og alþjóðlegra stofnana og upplýsingar um þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu hjálparstarfi. Einnig er gert ráð fyrir að þátttakendur kynnist helstu stefnum og straumum í hugmynda- og aðferðafræði alþjóðlegs hjálparstarfs. Kennsla fer fram með hefðbundnum fyrirlestrum, hópavinnu og umræðum.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Endurmenntunar Háskóla Íslands http://www.endurmenntun.hi.is/



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics