Hoppa yfir valmynd

Ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1546 um ráðstafanir í Írak

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, lýsir fyrir hönd íslenskra stjórnvalda ánægju með samþykkt ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1546 þar sem kveðið er á um ráðstafanir í Írak í kjölfar valdatöku írösku bráðabirgðastjórnarinnar 30. júní n.k.

Utanríkisráðherra telur að ályktunin, sem áréttar fullveldi Írak, verði til að styrkja írösku bráðabirgðastjórnina og sé þannig liður í viðleitni til að efla lýðræðislega stjórnarhætti í landinu. Miklu skiptir að ályktunin var samþykkt samhljóða af þeim ríkjum sem eiga sæti í öryggisráðinu og að hún ætlar Sameinuðu þjóðunum lykilhlutverk í aðstoð við að koma á lögmætri fulltrúastjórn í landinu og stjórnarstofnunum.

Utanríkisráðherra telur miklu skipta að í kjölfar formlegrar beiðni frá verðandi bráðabirgðastjórn veiti ályktunin fjölþjóðlega herliðinu umboð til öryggisgæslu í Írak þannig að nauðsynlegur stöðugleiki sé tryggður a.m.k. til ársloka 2005. Það felur jafnframt í sér að ríkisstjórn Írak getur óskað eftir endurskoðun á umboðinu eða vísað herliðinu úr landi.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics