Hoppa yfir valmynd

Rýnifundi um atvinnu- og iðnstefnu lokið

Rýnifundi um 20. kafla samningaviðræðna við Evrópusambandið, atvinnu- og iðnstefnu, lauk í Brussel í gær. Á fundinum, sem var sá síðari af tveimur, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla, en hann fellur undir EES-samninginn. Fyrir íslenska hópnum fór Bryndís Kjartansdóttir, formaður samningahópsins.

Kaflinn fjallar um aðgerðir ESB á sviði iðnstefnu og miða þær fyrst og fremst að því að bæta samkeppnishæfni iðnaðar í aðildarríkjunum með hraðari aðlögun að breyttum aðstæðum. Markmiðið er einnig að skapa umhverfi sem hvetur til nýsköpunar og aukins hagvaxtar. Sérstök áhersla er lögð á að bæta rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

Ísland hefur ekki fengið neinar undanþágur, aðlaganir eða sérlausnir frá löggjöf á þessu sviði á grundvelli EES-samningsins og er ekki talið þörf á slíku í samningaviðræðunum við ESB.

Greinargerð um 20. kafla.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics