Hoppa yfir valmynd

Nr. 073, 30.ágúst 1999. Opinber heimsókn Lloyd Axworthy, utanríkisráðherra Kanada.

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 073


Á morgun, 31. ágúst 1999, hefst opinber heimsókn utanríkisráðherra Kanada, Lloyd Axworthys, til Íslands. Fyrir hádegi mun hann eiga fund með Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra, í Ráðherrabústaðnum og verður þar farið yfir ýmis tvíhliða málefni, svo sem landafundahátíðahöld í Kanada árið 2000, hugsanlega opnun sendiráðs Íslands í Ottawa og gagnkvæmni Kanada í þeim efnum, flugsamgöngur milli ríkjanna ásamt áherslum Kanada um öryggi einstaklingsins ( human security ). Einnig munu ráðherrarnir ræða um samvinnu Íslands og Kanada innan alþjóðastofnana. Lloyd Axworthy mun einnig eiga fund með forsætisráðherra.




Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 30. ágúst 1999.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics