Hoppa yfir valmynd

Nr. 051, 04. júní 1999 Varafastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu viðstaddur réttarhöldin yfir Abdullah Öcalan

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 051


Varafastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu, dr. Magnús K. Hannesson, var í dag viðstaddur réttarhöldin yfir Abdullah Öcalan á eyjunni Imrali utan við Tyrkland. Aðgangur að réttarhöldunum er mjög takmarkaður en Ísland sem nú gegnir formennsku í ráðherranefnd Evrópuráðsins hefur fengið leyfi til að fylgjast með rekstri málsins á tilteknum dögum í samræmi við úthlutun tyrkneska dómstólsins. Unnið hefur verið að málinu í náinni samvinnu við tyrknesk stjórnvöld.

Þingmenn frá þingmannasamkomu Evrópuráðsins fylgjast einnig náið með réttarhöldunum.






Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 4. júní 1999.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics