Hoppa yfir valmynd

Nr. 70, 31. júlí 1998:Fastafloti Atlantshafsbandalagsins í heimsókn til Reykjavíkur 3. - 10. ágúst 1998.

Nr. 70

Fastafloti Atlantshafsbandalagsins á Ermarsundi, Standing Naval Force Channel, kemur í boði utanríkisráðherra í heimsókn til Reykjavíkur 3.-10. ágúst nk. Í flotanum eru sex tundurduflaslæðarar frá fimm aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins, Belgíu, Bretlandi, Hollandi, Noregi og Þýskalandi sem annast tundurduflavarnir á vegum bandalagsins.
Flotinn starfar að jafnaði á Ermarsundi og Norðursjó, en er reiðubúinn til aðgerða hvar sem krafta hans er þörf og er Íslandsheimsókn hans liður í reglubundum heimsóknum til aðildarríkja bandalagsins. Skip fastaflotans munu starfa með Landhelgisgæslunni og æfa tundurduflavarnir með ströndum fram á meðan á dvöl þeirra hér á landi stendur.
Yfirmaður fastaflota Atlantshafsbandalagsins á Ermarsundi er norski sjóliðsforinginn Geir Flage, skipherra á tundurduflaslæðaranum VIDAR.
Skipin munu liggja við Faxagarð og verða opin almenningi til skoðunar 8. og 9. ágúst, frá kl. 14:00 til 15:00 báða dagana.
Fulltrúum fjölmiðla gefst kostur á að kynna sér starfsemi fastaflotans á fréttamannafundi sem Geir Flage skipherra efnir til um borð í skipi sínu VIDAR við Faxagarð klukkan 11 f.h. þriðjudaginn 4. ágúst nk. Auk þess verður fulltrúum fjölmiðla, ásamt fleiri gestum, boðið með í siglingu miðvikudaginn 5. ágúst þar sem flotinn mun sýna nokkra þætti í starfssemi sinni á svæðinu norðaustan Engeyjar.
Hjálagðar er nánari upplýsingar um fastaflota Atlantshafsbandalagsins á Ermarsundi.


Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 31. júlí 1998.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics