Hoppa yfir valmynd

Utanríkisráðherra tekur á móti Villy Søvndal

Ossur-og-Villy-140912
Ossur-og-Villy-140912

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tók í dag á móti Villy Søvndal, utanríkisráðherra Danmerkur, sem er í opinberri heimsókn hér á landi, en hann kemur hingað frá Færeyjum.

Á fundi utanríkisráðherranna var farið yfir samstarf  Íslands og Danmerkur, Norðurlandasamstarfið og norðurslóðamál. Þeir ræddu aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið og stöðuna á evrusvæðinu og utanríkisráðherra kynnti starfsbróður sínum stöðuna í Icesave-málinu og makríldeilunni.

Að loknum fundi ráðherranna hittir Søvndal utanríkismálanefnd og fundar með Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics