Hoppa yfir valmynd

Samningalota 1-5. desember 2014

Níunda samningalota um aukið frelsi í þjónustuviðskipum var haldin í Genf dagana 1-5. desember 2014. Til umfjöllunar í lotunni voru textadrög um för þjónustuveitenda, fjármálaþjónustu, upplýsinga- og fjarskiptatækni (Telecommunications), rafræn viðskipti (e-commerce) og staðgreining (localization), innlendar reglur (domestic regulation), gagnsæi (transparency), flutninga (sjó, loft og á vegum), fagþjónustu (professional services), póstþjónustu (competitive delivery services), opinber innkaup, niðurgreiðslur í útflutningi þjónustu (export subsidies), heilbrigðistengda þjónustu (Patient Mobility, áður Health related services), umhverfistengda þjónustu og orkutengda þjónustu. Einnig var rætt um megintexta samningsins auk þverlægra mála.

Ísland heldur áfram þátttöku sinni í þremur hagsmunahópum: Vinir orkuþjónustu (Ísland og Noregur stýra), vinir sjóflutninga (Noregur stýrir) og áhugahópur um Professional Services (Ástralía stýrir).

Í lotunni var sérfræðingaumræða um textadrög Íslands og Noregs að viðauka um orkutengda þjónustu og góðar umræður voru um efnið.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics