Hoppa yfir valmynd

Sendiherra afhendir Margréti Þórhildi Danadrottningu trúnaðarbréf

Helga Hauksdóttir sendiherra, afhenti Margréti Þórhildi Danadrottningu trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Danmörku við hátíðlega athöfn í Fredensborgarhöll á föstudag.

Afhending trúnaðarbréfs er mikilvæg athöfn í upphafi starfs hvers sendiherra á nýrri starfsstöð. Það er fyrst eftir afhendingu trúnaðarbréfs sem að sendiherra getur beitt sér formlega sem fulltrúi ríkis. Trúnaðarbréfið er undirritað af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og afhent þjóðhöfðingja gistiríkis.

Á fundi sendiherrans með drottningunni ræddu þær vinatengsl Íslands og Danmerkur ásamt sameiginlegum menningararfi ríkjanna. Einnig þakkaði sendiherra fyrir höfðingsskap dönsku þjóðarinnar í tilefni af aldarafmæli fullveldisins á síðasta ári, sem og mikilvæga áfanga sem fagnað verður á næsta ári. Má þar nefna 100 ára afmæli sendiráðsins, 50 ára afmæli vígslu Jónshúss og að 250 ár verða liðin frá fæðingu Bertel Thorvaldsen
myndhöggvara.

Á myndinni má sjá Helgu ásamt eiginmanni sínum, Hafþóri Þorleifssyni, en á meðfylgjandi  tengli frá Kongehuset hér að neðan má sjá fleiri myndir og myndbönd frá deginum:
http://kongehuset.dk/…/ambassadoermodtagelse-paa-fredensbor…

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics

This website uses cookies to ensure you get the best experience on our website. Read more