Hoppa yfir valmynd

Óformlegur samráðsfundur varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins

Nr. 003

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, sat í dag óformlegan samráðsfund aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins sem haldinn var í München í aðdraganda leiðtogafundar bandalagsins í Istanbul á komandi sumri.

Á fundinum var fjallað um starfsemi öryggissveita Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, samstarf bandalagsins og Evrópusambandsins í Bosníu Hersegóvínu, ástandið í Írak og nauðsyn eflingar á bolmagni bandalagsins. Utanríkisráðherra gerði grein fyrir undirbúningi á samræmingarhlutverki Íslands á Kabúlflugvelli frá og með 1. júní n.k. og færði þakkir stjórnvöldum þeirra aðildarríkja sem hyggjast leggja af mörkum til reksturs flugvallarins. Hann staðfesti enn fremur þá ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að styðja starfsemi öryggissveita bandalagsins í Afganistan með því að annast flutninga á hollenskri þyrlusveit á vettvang.

Að auki átti utanríkisráðherra tvíhliða fundi með Jaap de Hoop Scheffer, nýskipuðum framkvæmdastjóra Atlandshafsbandalagsins, Harald Kujat, formanni hermálanefndar, og Peter Struck, varnarmálaráðherra Þýskalands. Á þeim fundum var meðal annars fjallað um fyrrnefnt samræmingarhlutverk Íslands á Kabúlflugvelli. Þetta verkefni var einnig rætt við varnarmálaráðherra nokkurra þeirra ríkja sem þar munu hafa liðsmenn.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics