Hoppa yfir valmynd

Hafsvæði norðurslóða og Jóhannesarborgarferlið

Nr. 133


FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Alþjóðleg ráðstefna um málefni hafa, strandlengja og eyja hófst í dag í höfuðstöðvum UNESCO í París og stendur til nk. föstudags. Markmið ráðstefnunnar, sem haldin er á vegum Alþjóðahaffræðinefndarinnar (IOC) og Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), er að virkja þjóðir heims til framkvæmda á skuldbindingum um málefni hafa, strandlengja og eyja sem þær gengust undir á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem haldinn var í Jóhannesarborg á síðasta ári.

Meðfylgjandi er erindi formanns embættisnefndar Norðurskautsráðsins, Gunnars Pálssonar, sendiherra, á ráðstefnunni. Í erindinu er m.a. greint frá þætti Norðurskautsráðsins í framkvæmd skuldbindinganna með mörkun heildrænnar stefnu um málefni hafsins sem ráðið vinnur nú að og fjallað var um á alþjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík í síðasta mánuði.


Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 12.11.2003



Hafsvæði norðurslóða og Jóhannesarborgarferlið - Ræða Gunnars Pálssonar

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics