Hoppa yfir valmynd

Fastafulltrúi Íslands skipaður varaformaður nefndar allsherjarþings S.þ.

Nr. 6

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Þorsteinn Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, var í dag, í þriðja sinna, skipaður til að vera annar tveggja varaformanna nefndar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um sanngjarna skipan og stækkun öryggisráðsins ásamt fastafulltrúa Tælands. Forseti allsherjarþingsins er jafnan formaður nefndarinnar, en því embætti gegnir nú Jan Kavan, utanríkisráðherra Tékklands.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 29.janúar 2003


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics