Hoppa yfir valmynd

Utanríkisráðherra fundar í Washington

Gunnar Bragi á utanríkisráðherrafundi NATO

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er í Washington þar sem hann situr fund þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Nefndin er sameiginleg ráðherranefnd stofnananna tveggja og sinnir stefnumörkun í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Utanríkisráðherra situr í nefndinni í ár fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Í nefndinni eiga sæti 25 ráðherrar sem eru í forsvari fyrir hátt á annað hundrað aðildarríkja bankans.

Auk þessa mun Gunnar Bragi eiga fundi með aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Victoriu Nuland og aðstoðarvarnarmálaráðherranum, Christine Fox, öldungardeildarþingmönnum, háttsettum embættismönnum Alþjóðabankans og fulltrúum frjálsra félagasamtaka.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics