Hoppa yfir valmynd

Ný framtíðarsýn í norrænu samstarfi

Eygló Harðardóttir

Fyrsti fundur norrænu samstarfsráðherranna, á þessu ári, fór fram þann 6. febrúar. Eygló Harðardóttir, samstarfsráðherra er formaður nefndarinnar á formennskuári Íslands. Á fundinum var samþykkt ný framtíðarsýn fyrir samstarf Norðurlanda en undirbúningur við gerð hennar hófst á síðasta ári. Framtíðarsýnin byggir á fjórum meginatriðum; landamæralaus Norðurlönd – að samstarfið stuðli að frjálsri för íbúa og fyrirtækja á milli Norðurlanda, nýskapandi Norðurlönd – að löndin takist í sameiningu á við ýmsar áskoranir og nái þar með fram auknum gæðum og skilvirkni, opin Norðurlönd – að Norðurlönd nýti samanlagðan styrk sinn til að hafa áhrif á alþjóðlegum vettvangi og sýnileg Norðurlönd –  að Norðurlönd marki stöðu sína alþjóðlega og komi norræna vörumerkinu á framfæri, auk þess að koma samstarfinu betur á framfæri meðal íbúa svæðins. Á fundinum var einnig samþykkt að ráðast í gerð sameiginlegarar stefnumótunar um markaðssetningu Norðurlanda, en mikilvægt er að nýta þann mikla áhuga sem er á Norðurlöndum og norrænu samstarfi, víða um heim, um þessar mundir.

Nánari umfjöllun á heimasíðu ráðherranefndarinnar. 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics