Hoppa yfir valmynd

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-desember 2005

Greidsluafkoma_janúar - desember 2005_(PDF 316K)

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir árið 2005 liggur nú fyrir.

Heildaryfirlit. Samkvæmt uppgjörinu er breyting á handbæru fé frá rekstri jákvæð um 32 milljarða króna á árinu, sem er 32 milljörðum betra en í fyrra. Er raunar ekki dæmi um jafn jákvæða útkomu um áratugaskeið. Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um 82 milljarða króna miðað við 22 milljarða í fyrra. Frávik frá fyrra ári skýrast að miklu leyti af 56,8 ma.kr. söluhagnaði vegna Landssímans hf. svo og 5,6 milljarða króna fjármagnstekjuskatti vegna sölunnar, sem færist bæði sem gjöld og tekjur. Fjármunahreyfingar eru jákvæðar um 50 ma.kr. Þar munar mest um áðurnefnt 66 ma.kr. söluandvirði Landssímans hf., en á móti vegur 32 ma.kr. lækkun vegna sérstaks samkomulags um ávöxtun fjár hjá Seðlabanka Íslands.

Heildartekjur ríkissjóðs námu 399,3 ma.kr. á árinu 2005 og hækkuðu um 118,6 ma.kr. frá árinu á undan, eða um 42,2% og er það í samræmi við áætlanir. Skatttekjur ríkissjóðs námu 314,8 ma.kr. og hækkuðu um 20,7% frá fyrra ári. Til samanburðar má nefna að almennt verðlag hækkaði um 4% á tímabilinu þannig að skatttekjur hækkuðu að raungildi um 16,1%. Þess má geta að þessi þróun er í takt við endurskoðaða þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins sem kom út 24. janúar síðastliðinn en þar er m.a. gert ráð fyrir að þjóðarútgjöld hafi aukist um 14% að raungildi á árinu 2005.

Skattar á tekjur og hagnað námu 102,2 ma.kr. á tímabilinu og jukust um tæplega 18,9 ma.kr. frá fyrra ári. Þar munar mest um tæplega 8 ma.kr. aukna innheimtu tekna af fjármagnstekjuskatti sem að mestu skýrist með sölu Landssímans hf. og svo 6,4 ma.kr. aukna innheimtu tekjuskatta einstaklinga. Innheimt tryggingagjöld jukust einnig á milli ára, eða um 16,2% en til samanburðar má nefna að launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 6,8% á sama tímabili. Innheimta eignarskatta nam 14,9 ma.kr. í desemberlok sem er aukning um 23,7% og jafngildir 19% raunhækkun. Þar munar mest um aukna innheimtu stimpilgjalda en þau hafa aukist um 42,9% á milli ára enda voru fasteignaviðskipti sem og endurfjármögnun húsnæðislána mikil á árinu. Aðrar rekstrartekjur námu ríflega 25,2 ma.kr. og jukust um 6,1 ma.kr. milli ára sem skýrist einkum af arðgreiðslum frá Landssímanum hf. og sektargreiðslum olíufélaganna.

Þróun almennra veltuskatta og þá sérstaklega virðisaukaskattsins gefur góða mynd af þróun eftirspurnar í hagkerfinu en samanlagt hækkuðu almennir veltuskattar um 20,3% á árinu 2005 frá árinu á undan, eða sem nemur 15,6% raunhækkun. Þar munar mest um 22,1% meiri innheimtu tekna af virðisaukaskatti sem jafngildir 17,4% raunhækkun. Af öðrum óbeinum sköttum má nefna að umtalsverð aukning varð í innheimtu vörugjalda af ökutækjum, eða 68,8% en hana má fyrst og fremst rekja til aukins innflutnings bifreiða.

Greidd gjöld námu 308,4 ma.kr. og hækkuðu um 28 ma.kr. frá fyrra ári, en þar af skýrast 5,6 ma.kr. af gjaldfærslu fjármagnstekjuskatts af söluhagnaði Símans og 4,6 ma.kr. af hækkun vaxtagreiðslna þar sem stór flokkur spariskírteina kom til innlausnar í apríl. Að þessum tveimur liðum frátöldum hækka gjöldin um 17,8 ma.kr. eða 6,7% milli ára. Útgjöld til félagsmála, þ.e. vegna almannatrygginga, fræðslu- og heilbrigðismála, vega langþyngst í útgjöldum ríkissjóðs, eða 195,7 ma.kr. sem er nálægt ⅔ af heildargjöldunum. Þar kemur fram 12,6 ma.kr. króna hækkun milli ára, eða tæp 7%. Innan málaflokksins munar mest um hækkun til heilbrigðismála, 5,2 ma.kr. og 4,2 ma.kr. vegna fræðslumála sem er 15,7% hækkun milli ára. Greiðslur til almannatrygginga hækka hins vegar minna, eða um 1,5 ma.kr. frá því í fyrra. Hækkun annarra málaflokka er mun minni, nema hvað greiðsla söluandvirðis Lánasjóðs landbúnaðarins til Lífeyrissjóðs bænda veldur 2,6 milljarða hækkun á greiðslum til landbúnaðarmála.

Lánahreyfingar. Afborganir lána námu 62,3 milljörðum króna og aukast um meira en 90% milli ára. Þær skiptast þannig að 47,7 ma.kr. eru vegna afborgana erlendra lána og 14,6 ma.kr. vegna spariskírteina. Nýjar lántökur nema aðeins 10,2 ma.kr. og eru allar innanlands. Að auki voru 5,5 ma.kr. greiddir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar sjóðsins. Handbært fé ríkissjóðs jókst um 24,3 ma.kr. innan ársins.


Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar - desember 2005

(Í milljónum króna)

2001

2002

2003

2004

2005

Innheimtar tekjur................................................

220.854

233.762

259.783

280.696

399.289

Greidd gjöld.......................................................

221.305

246.810

268.714

280.382

308.383

Tekjujöfnuður...................................................

-451

-13.048

-8.931

315

90.905

Söluhagnaður af hlutabr. og eignahl. ..................

-1.106

-3.252

-10.177

0

-57.605

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda..........

-1.242

1.688

9.836

-607

-1.286

Handbært fé frá rekstri....................................

-2.799

-14.612

-9.272

-292

32.014

Fjármunahreyfingar.........................................

-22.915

10.478

21.115

22.700

49.874

Hreinn lánsfjárjöfnuður...................................

-25.714

-4.134

11.843

22.408

81.888

Afborganir lána................................................

-22.407

-32.298

-30.702

-32.477

-62.305

Innanlands......................................................

-7.603

-12.217

-18.252

-7.291

-14.596

Erlendis...........................................................

-14.804

-20.081

-12.450

-25.186

-47.709

Greiðslur til LSR og LH...................................

-12.500

-9.000

-7.500

-7.500

-5.482

Lánsfjárjöfnuður. brúttó..................................

-60.620

-45.432

-26.359

-17.569

14.101

Lántökur............................................................

61.445

42.914

24.749

25.867

10.234

Innanlands......................................................

12.751

12.361

28.334

9.740

10.234

Erlendis...........................................................

48.695

30.553

-3.584

16.127

-

Greiðsluafkoma ríkissjóðs..............................

825

-2.518

-1.610

8.298

24.335

Tekjur ríkissjóðs janúar – desember 2005

Í milljónum króna

Breyting frá fyrra ári, %

2003

2004

2005

2002

2003

2004

2005

Skatttekjur í heild.............................

230.539

260.720

314.810

4,3

8,7

13,1

20,7

Skattar á tekjur og hagnað...........

75.265

83.323

102.203

4,4

12,2

10,7

22,7

Tekjuskattur einstaklinga..............

55.847

62.561

68.997

6,4

6,1

12,0

10,3

Tekjuskattur lögaðila.....................

10.083

10.922

15.384

-21,5

48,5

8,3

40,9

Skattur á fjármagnstekjur o.fl.......

9.336

9.841

17.822

25,1

22,3

5,4

81,1

Tryggingagjöld................................

25.013

27.790

32.289

7,0

11,5

11,1

16,2

Eignarskattar...................................

8.676

12.046

14.906

3,1

-21,4

38,8

23,7

Skattar á vöru og þjónustu............

120.866

137.038

164.816

3,8

9,1

13,4

20,3

Virðisaukaskattur...........................

80.264

91.098

111.205

5,3

9,0

13,5

22,1

Aðrir óbeinir skattar.......................

40.601

45.940

53.610

1,0

9,2

13,1

16,7

Þar af:

Vörugjöld af ökutækjum..............

4.422

6.074

10.250

-4,3

54,3

37,4

68,8

Vörugjöld af bensíni.....................

7.464

8.320

8.783

-0,6

1,1

11,5

5,6

Þungaskattur...............................

4.957

5.825

4.015

-1,8

5,0

17,5

-31,1

Áfengisgjald og tóbaksgjald.......

9.892

10.217

10.560

0,4

12,1

3,3

3,4

Annað..........................................

13.866

15.505

20.002

4,5

3,7

11,8

29,0

Aðrir skattar......................................

719

523

596

15,1

1,3

-27,2

13,9

Aðrar tekjur.......................................

29.244

19.977

84.479

23,4

34,7

-31,7

322,9

Tekjur alls.........................................

259.783

280.696

399.289

5,8

11,1

8,1

42,2


Gjöld ríkissjóðs janúar – desember 2005

Í milljónum króna

Breyting frá fyrra ári. %

2003

2004

2005

2002

2003

2004

2005

Almenn mál.....................................

27.672

28.692

30.950

12,4

2,0

3,7

7,9

Almenn opinber mál.........................

15.093

15.233

16.516

12,8

1,0

0,9

8,4

Löggæsla og öryggismál..................

12.579

13.459

14.434

12,0

3,3

7,0

7,2

Félagsmál........................................

172.132

183.182

195.745

13,4

11,6

6,4

6,9

Þar af:

Fræðslu- og menningamál...

35.314

38.564

43.272

11,5

8,4

9,2

12,2

Heilbrigðismál.........................

71.490

74.678

79.867

15,1

10,0

4,5

6,9

Almannatryggingamál.............

55.121

58.948

60.489

12,9

15,9

6,9

2,6

Atvinnumál......................................

40.947

41.999

43.952

6,1

12,3

2,6

4,6

Þar af:

Landbúnaðarmál....................

11.605

11.664

14.630

5,7

5,2

0,5

25,4

Samgöngumál........................

18.161

20.152

18.631

6,0

13,0

11,0

-7,5

Vaxtagreiðslur.................................

14.949

13.076

17.682

5,8

-16,0

-12,5

35,2

Aðrar greiðslur................................

13.015

13.432

20.054

12,2

16,0

3,2

49,3

Greiðslur alls...................................

268.714

280.382

308.383

11,5

8,9

4,3

10,0

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics