Hoppa yfir valmynd

Íslenskir sprengjufræðingar til Írak

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Utanríkisráðunneytið hefur gert um það samkomulag við Dani að Íslenska friðargæslan leggi til tvo sprengjusérfræðinga til starfa í Írak. Mennirnir tveir sem tiheyra sprengjudeild Landhelgisgæslunnar eru þegar farnir á vettvang.

Hlutverk þeirra er að eyða og gera óvirkar sprengjur sem ógna öryggi almenningis í Írak og hamlar uppbyggingarstarfi í landinu. Vegna verkefnisins sóttu þeir sérstaka viðbótar þjálfun til Danmerkur og munu þeir starfa með danskri sérfræðingasveit að verkefninu.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 12. desember 2003




Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics