Hoppa yfir valmynd

Fundur Norður-Atlantshafssamvinnuráðsins

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 52

Utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson, sat í dag fund Norður-Atlantshafssamvinnuráðsins í Sintra í Portúgal, sem jafnframt var síðasti fundur Norður-Atlantshafssamvinnuráðsins. Í kjölfar þess fundar sat ráðherra stofnfund Evró-Atlantshafssamvinnuráðsins.
Með stofnun Evró-Atlantshafssamvinnuráðsins verður samstarf og samráð bandalagsins við samstarfsríkin enn öflugra. Friðarsamstarf bandalagsins verður einnig eflt.
Hjálagt fylgir samantekt fundarstjóra á fundunum tveimur og jafnframt stofnskjal hins nýja Evró-Atlantshafssamvinnuráðs.

Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 30. maí 1997.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics