Hoppa yfir valmynd

Nr. 080, 18. október 2000Ísland tekur þátt í kosningaeftirliti í Kosóvó

Fréttatilkynning

Ísland tekur þátt í kosningaeftirliti í Kosóvó

Sveitarstjórnarkosningar fara fram í Kosóvó-héraði laugardaginn 28. október næstkomandi. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, hefur yfirumsjón með kosningunum. Kosið verður í 30 héraðsstjórnir en rúmlega 900 þúsund manns eru á kjörskrá. Um 900 manns frá aðildarríkjum ÖSE munu hafa eftirlit með kosningunum, þar á meðal þrír Íslendingar á vegum utanríkisráðuneytisins, þeir Ólafur Örn Haraldsson, alþingismaður, Ólafur Þ. Harðarson, prófessor og Auðunn Atlason, sendiráðsritari. Þetta er í fyrsta skipti sem utanríkisráðuneytið sendir þrjá einstaklinga til kosningaeftirlits á einum stað. Þátttaka þeirra er liður í auknu framlagi utanríkisráðuneytins til uppbyggingar- og friðarstarfs á Balkanskaga sem fer fram á vegum ÖSE, Sameinuðu þjóðanna og NATO. Alls starfa nú tíu Íslendingar á vegum ráðuneytisins í Bosníu og Kosóvó að friðargæslu og uppbyggingarstarfi innan ramma þessara stofnana.


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics