Hoppa yfir valmynd

Benedikt Jónsson afhendir trúnaðarbréf

Í dag 31. maí afhenti Benedikt Jónsson, sendiherra, Aníbal Cavaco Silva, forseta Portúgal, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Portúgal, með aðsetri í London. Að lokinni afhendingu átti sendiherra samtöl við forsetann, utanríkisráðherra Portúgals, Luís F. M. Amado og æðstu embættismenn. Lýstu þeir yfir mikilli ánægju sinni með umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og sögðu ríkisstjórn Portúgal styðja umsóknina heilshugar. Sérstaklega væri litið til þess að Ísland væri rótgróið evrópskt lýðræðisríki og möguleg aðild Íslands styrkti sambandið. Forsetinn hvatti til áframhaldandi samráðs Íslands og Portúgal á meðan aðildarferlinu stæði og væru Portúgalir fúsir til þess að deila með Íslendingum reynslu sinni af aðild að sambandinu.

Sendiherra átti einnig fundi með háttsettum embættismönnum í utanríkisráðuneyti Portúgal þar sem tvíhliða samskipti ríkjanna voru rædd, sem og samstarf ríkjanna á alþjóðavettvangi, sérstaklega Evrópusamstarfið. Í þeim umræðum útskýrði sendiherra meðal annars umsókn Íslands um aðild að ESB, stöðu efnahagsmála á Íslandi og samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics