Hoppa yfir valmynd

Þýðing á grunnsáttmálum ESB

Utanríkisráðuneytið hefur birt heildarþýðingu á gildandi grunnsáttmálum ESB. Er þetta í samræmi við þá stefnu sem mörkuð hefur verið í þeim samningaviðræðum sem standa yfir við Evrópusambandið að þýða á íslensku lykilskjöl er snerta viðræðurnar. Liggur því fyrir í fyrsta skipti heildstæð þýðing á sáttmálunum en þeir eru grundvöllur alls starfs Evrópusambandsins sem sækir heimildir til samþykktar nýrrar löggjafar til þeirra.

Sáttmálar Evrópusambandsins eru öðru nafni stofnsáttmáli Evrópusambandsins, eða Rómarsáttmálinn (1957), og þær breytingar sem gerðar hafa verið á honum með samrunasáttmálanum (1967, sem sameinaði Kola- og stálbandalagið, Kjarnorkubandalagið og Efnahagsbandalag í Evrópubandalagið), Evrópsku einingarlögunum (1987), Maastricht-sáttmálanum (1993), Amsterdam-sáttmálanum (1999), Nice-sáttmálanum (2003) og Lissabon-sáttmálanum (2009),

Vinna við þýðinguna hefur staðið undanfarið hálft ár og hefur verið unnin af Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics