Hoppa yfir valmynd

Aðalfundur Efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC)

Aðalfundur Efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC) hófst 28. júní sl. í New York og stendur til 23. þ.m.

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, flutti ræðu á fundinum við umræðu ráðsins um tóbak og heilbrigðismál.

Í ræðunni er m.a. fjallað um þau skýru tengsl sem eru á milli tóbaksnotkunar og ýmissa alvarlegra sjúkdóma nútímans. Á Íslandi valdi reykingar dauða 350 Íslendinga á ári. Íslendingar hafi undanfarna áratugi rekið öfluga tóbaksvarnastefnu með lagasetningu, fræðslu til almennings um skaðsemi reykinga, skattlagningu á tóbak og takmörkun heimilda til að markaðssetja tóbak.

Þá sagði fastafulltrúi að árangurinn af forvörnum gegn reykingum sé m.a. sá að sala á tóbaki hafi minnkað á Íslandi um 42,5 % á tímabilinu 1984-2001. Markmið stjórnvalda til ársins 2015 sé að draga enn frekar úr reykingum, eða um 15%. Þá hafi tilfellum lungnakrabbameins fækkað.

Ísland hefur nýlega fullgilt rammasamning Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir, sem gerður var árið 2003.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics