Hoppa yfir valmynd

Stofnun stjórnmálasambands

Undirritun stjórnmálasambands við Zambíu
Hjálmar W. Hannesson og Mwelwa C. Musambachine við undirritun yfirlýsingar

Föstudaginn 23. júlí sl. var undirrituð í New York yfirlýsing um stofnun stjórnmálasambands milli Íslands og Sambíu. Fastafulltrúar ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Mwelwa C. Musambachine undirrituðu yfirlýsinguna.

Sambía er í miðri Suður-Afríku með landamæri að Tansaníu, Malaví, Mósambík, Simbabve, Botsvana, Namibíu, Angóla og Kongó. Höfuðborgin er Lusaka og íbúafjöldi landsins er um 10,6 milljónir manna. Um 45% íbúanna búa í þéttbýli, en 55% í dreifbýli.

Sambía er eitt helsta framleiðsluland kopars í heiminum, en verðfall á kopar og takmarkaðri möguleikar til vinnslu hans undanfarna áratugi hafa valdið niðursveiflu í efnahagslífinu. Landið hefur þó ríka möguleika til vatnsaflsvirkjana og vinnslu fleiri málmtegunda, sem hafa ekki verið nýttar hingað til, og demanta. Vegna endurtekinna þurrka er Sambía háð þróunaraðstoð vestrænna ríkja. Dýralíf og náttúra landsins laðar ferðamenn þangað, en ferðarþjónusta er vaxandi atvinnugrein. Mikið er af vötnum í Sambíu, sem er landlukt ríki, og eru fiskveiðar stundaðar í þeim einnig mikilvæg atvinnugrein og uppspretta fæðuöflunar í Sambíu.



Undirritun stjórnmálasambands við Zambíu
Hjálmar W. Hannesson og Mwelwa C. Musambachine við undirritun yfirlýsingar

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics