Hoppa yfir valmynd

Afhending trúnaðarbréfs

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, afhenti í Santo Domingo 2. ágúst, Hipólito Mejía, forseta, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Dóminíska lýðveldinu, með aðsetur í New York.

Dóminíska lýðveldið nær yfir tvo þriðju hluta eyjarinnar Hispaníóla, sem liggur í Karíbahafi, beint suður af Flórida. Landið er fjölsóttasti áfangastaður ferðafólks í Karíbahafi. Landið byggja tæplega níu milljónir manna, en auk þeirra býr og starfar fjöldi landa þeirra utanlands, einkum í Bandaríkjunum. Þjóðin er spænskumælandi og ferðaþjónusta helsta atvinnugrein landsmanna. Íslenskir ferðamenn leita þangað í vaxandi mæli. Yfir níu af hverjum tíu landsmanna eru rómversk-kaþólskrar trúar og saltfiskur er enn mikilvæg uppistaða í hefðbundnum réttum.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics