Hoppa yfir valmynd

Norræn framtíðarsýn í framkvæmd

Samstarfsráðherrar Norðurlanda funduðu í Edinborg í dag. - mynd

Aukið norrænt samstarf gegn loftslagsbreytingum og aðrar aðgerðir til að hrinda í framkvæmd nýrri framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar voru til umræðu á fundi samstarfsráðherra Norðurlandanna í dag, sem fram fór í Edinborg í Skotlandi. Norrænir forsætisráðherrar samþykktu fyrir tveimur vikum metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf sem felur í sér að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir árið 2030.

Á fundinum ákváðu samstarfsráðherrarnir að fela öllum norrænum ráðherraráðum það verkefni að koma með nýjar tillögur að auknu samstarfi á þessum sviðum þannig að eigi síðar en í byrjun næsta árs liggi fyrir hvaða norrænu verkefni ráðist skuli í. „Norrænt samstarf getur stutt við markmið sérhvers lands um að gera meira í loftslagsmálum og ná fram kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Nú er það verkefni okkar að finna þær norrænu lausnir og leiðir sem hjálpar okkur í átt til þess“, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlandanna sem stýrði fundinum en Ísland veitir Norrænu ráðherranefndinni formennsku í ár. Einnig var rætt um fjárveitingar til norræns samstarfs á næsta ári 2020 og kom fram skýr vilji um að áherslur nýrrar framtíðarsýnar kæmu fram sem fyrst.  

Á fundinum í Edinborg var einnig rætt um samstarf Norðurlandanna við önnur lönd og svæði, þ.m.t. Bretland og Skotland. Marie Todd, ráðherra fjölskyldumála í ríkisstjórn Skotlands, ávarpaði fundinn og sagði frá stefnu skoskra stjórnvalda í málefnum barna og ungs fólks. Þá áttu ráðherrarnir hádegisverðarfund með Fionu Hyslop, ráðherra ferðamála og alþjóðasamskipta, þar sem rætt var um stöðu Skotlands í breyttum heimi og svæðisbundna samvinnu Norðurlandanna og Skotlands.

  • Forsætisráðherrar Norðurlandanna samþykkja nýja framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar 
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 1
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 2

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics