Hoppa yfir valmynd

Alþjóða- og öryggismál í brennidepli

Í dag fór fram árlegt tvíhliða samráð íslenskra og breskra stjórnvalda um alþjóða- og öryggismál og var um fjarfund að ræða í ljósi aðstæðna. Meðal þess sem rætt var á samráðsfundinum voru málefni norðurslóða, sér í lagi formennska Íslands í Norðurskautsráðinu, netöryggi, loftslagsmál, þróunarsamvinna og mannréttindi og hvernig megi enn frekar styrkja gott samstarf ríkjanna, bæði tvíhliða sem og innan alþjóðastofnana enda eru ríkin tvö um margt líkt þenkjandi.

Íslensk og bresk stjórnvöld gengu fyrr á árinu frá samstarfsyfirlýsingu til 2030 sem nú er unnið að því að hrinda í framkvæmd. Á hennar grunni var m.a. undirrituð sérstök samstarfsyfirlýsing um sjávarútvegsmál nýlega. Þá eiga Ísland og Bretland í fjölþættu samráði um framtíðarsamband ríkjanna eftir útgöngu Breta úr ESB og hefur þegar verið gengið frá ýmsum lausum endum í því samhengi, m.a. varðandi flugsamgöngur, borgararéttindi og vöruviðskipti. Viðræður um framtíðarfríverslunarsamning ríkjanna standa yfir.

Í ár eru 80 ár frá því að stjórnmálasambandi ríkjanna var komið á og því vel við hæfi að horfa fram á veginn í framtíðarsambandi þessara nánu vinaþjóða.


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics

This website uses cookies to ensure you get the best experience on our website. Read more