Hoppa yfir valmynd

Samskipti utanríkisráðuneytis vegna ákvörðunar borgarstjórnar

Í kjölfar ákvörðunar meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur í liðinni viku um að sniðganga vörur frá Ísrael hafa fulltrúar utanríkisráðuneytisins verið í sambandi við stjórnvöld í Ísrael, íslenska hagsmunaaðila og erlend fyrirtæki sem flytja inn íslenskar vörur og fulltrúa samtaka gyðinga. Í þeim samskiptum hefur stefna Íslands gagnvart Ísrael verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið. Þá hefur utanríkisþjónustan gert sitt ítrasta til að miðla upplýsingum um afturköllun samþykktar meirihluta borgarstjórnar.

Starfsfólk ráðuneytis og sendiskrifstofa hefur svarað ríflega 400 tölvupóstum, hringingum og athugasemdum á samfélagsmiðlum vegna málsins síðastliðna viku. Mestur hefur þunginn verið hjá sendiráði Íslands í Washington D.C. sem hefur borist nær 200 erindi vegna málsins á fáeinum dögum. Um 100 manns hafa sett sig í samband við ræðisskrifstofu og fastanefnd Íslands í New York. Þá hafa yfir 100 manns haft samband við ráðuneytið og sendiráð okkar í Evrópu. 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics