Hoppa yfir valmynd

Skráning útlendinga sem ekki komast til síns heima vegna Covid-19

Dómsmálaráðherra hefur birt nýja reglugerð sem tekur á dvöl þeirra útlendinga sem ekki hafa komist til síns heima frá 20 mars. sl. vegna ferðatakmarkana, sóttkvíar eða einangrunar.

Samkvæmt ákvæðinu skulu þeir sem þetta á við skrá sig hjá Útlendingastofnun fyrir 10. september nk. komist þeir ekki frá landinu fyrir þann tíma. Á heimasíðu Útlendingastofnunar er að finna nánari leiðbeiningar um skráningu. Að lokinni skráningu er viðkomandi heimilt að dvelja hér á landi til 10. nóvember 2020.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics