Hoppa yfir valmynd

Ferðaviðvörun vegna ástands í Kenía

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 2/2008

Í kjölfar kosninga sem fram fóru í Kenía 27. desember síðastliðinn hefur borið á mótmælum og átökum í landinu. Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum frá ferðalögum til Kenía. Þeir sem nú eru í landinu eða nákomnir ættingjar þeirra geta haft samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins á skrifstofutíma eða neyðarþjónustu utanríkisráðuneytisins eftir lokun í síma 545 9900. Utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í Pretoríu munu áfram fylgjast grannt með framvindu mála.

 



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics