Hoppa yfir valmynd

Ísland og Kína í 40 ár

tiananmen_20101006_092-v1-1-(medium)
tiananmen_20101006_092-v1-1-(medium)

Bókmenntasýningin "Sögueyjan: portrett af íslenskum samtímahöfundum" og skúlptúrinnsetning og gjörningur Sigurðar Guðmundssonar sem opnaðar voru s.l. föstudag vöktu mikla athygli fjölda gesta sem voru saman komnir til að heiðra Ísland og Kína í tilefni af 40 ára afmæli stjórnmálasambands landanna. Um kvöldið var efnt til hátíðartónleika Sigrúnar Hjálmtýsdóttur óperusöngkonu við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur í Egginu, kínversku tónlistarhöllinni í Peking (sjá mynd). Sendiráðið stendur á þessu ári fyrir fjölmörgum samstarfsverkefnum á sviði menningar og skapandi greina í tilefni af því að 40 ár eru liðin frá því Ísland og Kína tóku upp stjórnmálasamband.

Bókmenntasýningin sem byggir á portrettljósmyndum Kristins Ingvarssonar, ljósmyndara, viðtölum Péturs Blöndal, blaðamanns við á þriðja tug höfunda og hönnun Matthiasar Wagner K sýningarstjóra er hluti af árlegri menningarhátíð. Bókmenntasýningin er hluti af árlegri menningarhátíð Pekingháskólans og markar jafnframt lok ljóðaþings Kínversk íslenska menningarsjóðsins þar sem fjöldi ljóðskálda frá Asíu og Norðurlöndum tóku þátt þ.á.m. fimm íslensk skáld. Efnt er til Bókmenntasýningarinnar í tilefni af heiðursþáttöku Íslands í Frankfurt á þessu ári og því að Reykjavík hefur verið útnefnd sem ein af bókmenntaborgum UNESCO.

Einnig var fagnað útkomu nýrrar ferðabókar um Ísland á kínversku eftir Wang Ronghua, fyrrverandi sendiherra Kína á Íslandi, sem var kynnt við opnun menningarsýningarinnar. Þá eru þar til sýnis íslensk bókmenntaverk á kínversku, þar á meðal Íslendingasögurnar í tveimur útgáfum, Edda, verk eftir Halldór Laxness og verk ýmissa nútímahöfunda. Það er markmið sendiráðsins í samstarfi við Bókmenntasjóð og útgefendur á Íslandi og í Kína að ýta undir útgáfu íslenskra bókmennta í Kína.

Að hátíðarhöldunum standa ásamt sendiráðinu Vináttusamtök Kína við erlend ríki og fleiri samstarfsaðilar á Íslandi og í Kína. Nánari upplýsingar veitir sendiráð Íslands í Peking í síma: 545 7953 eða menningarfulltrúi utanríkisráðuneytisins í síma 864 99 56.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics