Hoppa yfir valmynd

Stofnað til stjórnmálasambands við Benín

Stofnað til stjórnmálasambands við Benín
Stofnað til stjórnmálasambands við Benín

Yfirlýsing um stofnun stjórnmálasambands milli Íslands og Benín var undirrituð í húsakynnum forseta öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna árdegis miðvikudaginn 23. febrúar, en Benín fer með forsæti öryggisráðsins þennan mánuð.

Það voru fastafulltrúar ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Joël W. Adechi, sem undirrituðu yfirlýsinguna.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics