Hoppa yfir valmynd

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-apríl 2003. Greinargerð: 22. maí 2003.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar til apríl 2003 (PDF 22K)

Nú liggja fyrir tölur um greiðsluafkomu ríkissjóðs fyrstu fjóra mánuði ársins 2003. Uppgjörið hér á eftir sýnir sjóðhreyfingar og er sambærilegt við almenn sjóðstreymisyfirlit. Tölurnar eru því ekki samanburðarhæfar við ríkisreikning eða fjárlög ársins sem eru sett fram á rekstrargrunni. Þar sem uppgjörið nær aðeins til fjögurra mánaða geta tilfærslur greiðslna milli mánaða haft áhrif á samanburð við fyrra ár.

Handbært fé frá rekstri var neikvætt um 3,2 milljarða króna til samanburðar við 2,9 milljarða neikvæða stöðu á sama tíma í fyrra. Fjármunahreyfingar voru jákvæðar um 15,6 milljarða króna sem er 15,1 milljarði betri staða en árið á undan. Jákvæðari staða skýrist nær alfarið af sölu á hlutabréfum ríkisins í viðskiptabönkunum. Hreinn lánsfjárjöfnuður var jákvæður um 12,4 milljarða króna í ár samanborið við um 2,4 milljarða króna neikvæða stöðu á sama tíma í fyrra.

Heildartekjur ríkissjóðs námu um 91,2 milljörðum króna og hækkuðu um tæpa 14 milljarða frá sama tíma í fyrra eða um 18,1%. Skýringin á þessum mismun felst fyrst og fremst í auknum tekjum af sölu hlutabréfa ríkisins í viðskiptabönkunum sem námu tæplega 10,7 milljörðum króna. Þar munar mestu um sölu hlutabréfa í Búnaðarbanka Íslands en innstreymi vegna þeirrar hlutafjársölu nam um 10,3 milljörðum króna.

Skatttekjur ríkissjóðs námu 73,6 milljörðum króna eða um 4,1% meira en á sama tíma í fyrra sem jafngildir um 1,8% raunhækkun milli ára. Innheimtir tekjuskattar einstaklinga námu um 18,6 milljörðum króna eða 3,5% meira en á sama tíma í fyrra. Innheimta tryggingargjalda nam tæpum 7,8 milljörðum króna og hækkaði um 6,8% á milli ára. Til samanburðar má nefna að launavísitala hækkaði um 5,6% á sama tíma. Veltuskattar hækka um 8% á milli ára eða sem nemur 5,5% að raungildi. Þar munar mestu um 7,7% meiri innheimtu tekna af virðisaukaskatti. Af öðrum óbeinum sköttum má nefna að innheimt vörugjöld af ökutækjum hafa aukist um 44,3% frá fyrra ári sem stafar af auknum innflutningi bíla á fyrstu mánuðum ársins. Auk þess er talsverð aukning í innheimtu áfengis- og tóbaksgjalda eða sem nemur um 31,7% en um þriðjung þeirrar aukningar má rekja til hækkunar á áfengisgjaldi af sterku áfengi og tóbaksgjaldi.

Greidd gjöld nema tæpum 84 milljörðum króna og hækka um 3S milljarð milli ára. Hækkunin skýrist að mestu af greiðslum til heilbrigðsmála og almannatrygginga. Greiðslur til sjúkrahúsa, sjúkratrygginga og heilsugæslu hækka um 2,2 milljarða króna og þarf af skýrist rúmur milljarður króna af upgjöri á uppsöfnuðum halla öldrunarstofnana. Greiðslur til almannatrygginga hækka um 1,8 milljarða milli ára og munar það mestu 700 m.kr. hækkun til Atvinnuleysistryggingasjóðs og tæpar 600 m.kr. hjá lífeyristryggingum. Auk þess hækka greiðslur til Fæðingarorlofssjóðs um 300 m.kr. Hækkun greiðslna til fræðslu- og menningarmála nemur rúmum 1 milljarði króna. Á móti vegur að vaxtagreiðslur lækka um 2 milljarða milli ára, þar sem stór flokkur spariskírteina var á gjalddaga í apríl 2002. Aðrar breytingar milli ára eru minni.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-apríl
(Í milljónum króna)
1999
2000
2001
2002
2003
Innheimtar tekjur......................................
61.272
68.029
72.307
77.246
91.224
- Saluhagn. af hlutabr. og eignahl……
-376
0
0
0
-10.720
Greidd gjöld.............................................
54.575
59.434
72.543
80.131
83.693
Handbært fé frá rekstri........................
6.321
8.595
-236
-2.885
-3.189
Fjármunahreyfingar..............................
581
2.761
-1.699
520
15.610
Hreinn lánsfjárjöfnuður........................
6.902
11.358
-1.934
-2.366
12.421
Afborganir lána.......................................
-16.386
-18.904
-21.440
-16.696
-5.642
Innanlands............................................
-6.734
-10.114
-6.687
-6.556
-4.932
Erlendis.................................................
-9.652
-8.790
-14.753
-10.140
-710
Greiðslur til LSR og LH..........................
-767
-2.000
-5.000
-3.000
-2.500
Lánsfjárjöfnuður. brúttó........................
-10.252
-9.545
-28.375
-22.062
4.279
Lántökur.....................................................
11.036
14.080
29.417
26.343
-550
Innanlands..............................................
1.811
6.743
8.683
2.189
8.041
Erlendis...................................................
9.225
7.337
20.734
24.154
-8.591
Greiðsluafkoma ríkissjóðs.....................
785
4.534
1.042
4.281
3.728
Lántökur innanlands námu 8 milljörðum króna en afborganir voru 4,9 milljarðar. Þá voru greiddir 2,5 milljarður króna til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs. Erlend skammtímalán voru greidd niður um 8,6 milljarða króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins.

Tekjur ríkissjóðs janúar-apríl
(Í milljónum króna)
Breyting frá fyrra ári. %
2001
2002
2003
2000
2001
2002
2003
Skatttekjur í heild...............................
67.187
70.674
73.592
12,3
5,7
5,2
4,1
Skattar á tekjur og hagnað.............
23.509
25.419
25.535
21,6
17,0
8,1
0,5
Tekjuskattur einstaklinga...............
15.738
18.019
18.645
14,5
11,9
14,5
3,5
Tekjuskattur lögaðila.....................
2.942
1.710
1.040
19,9
30,3
-41,9
-39,2
Skattur á fjármagnstekjur..............
4.829
5.690
5.850
60,0
28,1
17,8
2,8
Tryggingagjöld................................
6.716
7.275
7.771
6,9
8,9
8,3
6,8
Eignarskattar...................................
3.398
3.060
2.668
12,4
14,9
-9,9
-12,8
Skattar á vöru og þjónustu.............
33.427
34.720
37.489
8,4
-2,4
3,9
8,0
Virðisaukaskattur..........................
21.484
23.041
24.812
11,3
-2,4
7,2
7,7
Aðrir óbeinir skattar.........................
11.945
11.679
12.677
3,5
-2,3
-2,2
8,5
Þar af:
Vörugjöld af ökutækjum..............
1.089
827
1.193
-13,9
-31,7
-24,1
44,3
Vörugjöld af bensíni.....................
2.266
2.098
2.213
14,4
-6,4
-7,4
5,5
Þungaskattur.............................
1.832
1.795
1.794
18,1
9,4
-2,0
-0,1
Áfengisgjald og hagn. ÁTVR........
2.451
2.374
3.126
-1,7
-1,5
-3,1
31,7
Annað............................................
4.307
4.583
4.351
4,0
6,4
6,4
-5,1
Aðrir skattar......................................
137
200
129
55,6
39,8
46,0
-35,5
Aðrar tekjur.........................................
5.116
6.572
17.632
-4,3
14,4
28,5
168,3
Tekjur alls...........................................
72.307
77.246
91.224
11,0
6,3
6,8
18,1

Gjöld ríkissjóðs janúar-apríl
(Í milljónum króna)
Breyting frá fyrra ári. %
2001
2002
2003
2000
2001
2002
2003
Almenn mál........................................
7.198
8.712
8.537
13,1
4,1
21,0
-2,0
Almenn opinber mál.........................
4.064
4.865
4.923
12,7
-0,3
19,7
1,2
Löggæsla og öryggismál..................
3.136
3.846
3.614
13,6
10,4
22,6
-6,1
Félagsmál..........................................
41.351
47.090
52.3012
3,8
20,1
13,9
11,1
Þar af: Fræðslu- og menningarmál.....
9.191
10.528
11.506
7,8
13,4
14,5
9,3
Heilbrigðismál..........................
16.229
19.334
21.504
5,1
17,0
19,1
11,2
Almannatryggingamál..............
13.781
14.644
16.368
-0,7
30,4
6,3
11,8
Atvinnumál........................................
10.737
10.759
10.621
8,5
24,0
0,2
-1,3
Þar af: Landbúnaðarmál.....................
4.239
3.812
3.892
16,3
16,3
-10,1
2,1
Samgöngumál..........................
3.716
4.253
3.676
-3,4
36,7
14,5
-13,6
Vaxtagreiðslur...................................
9.613
9.802
7.807
28,3
37,1
2,0
-20,4
Aðrar greiðslur..................................
3.642
3.768
4.428
30,2
50,7
3,5
17,5
Greiðslur alls.....................................
72.543
80.131
83.694
8.9
22,1
10,5
4,4



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics