Hoppa yfir valmynd

Níu verkefni hljóta styrk til þróunarsamvinnu- og mannúðarverkefna

Frjáls félagasamtök geta sótt um styrki til utanríkisráðuneytisins vegna þróunarsamvinnu- og neyðar- og mannúðarverkefna tvisvar á ári, vor og haust. Að þessu sinni bárust umsóknir vegna átján verkefna á vegum tíu félagasamtaka fyrir rúmar 204 m.kr. Verkefnin eru metin í samræmi við verklagsreglur um samstarf utanríkisráðuneytisins og ÞSSÍ við frjáls félagasamtök sem starfa að þróunarsamvinnu, mannúðarstörfum og neyðaraðstoð á alþjóðavettvangi og með tilliti til alþjóðlegra samþykkta í þróunarsamvinnu sem Ísland hefur undirgengist.

Eftirfarandi níu verkefni hljóta styrki vorið 2013, alls 122,5 milljónir kr.:
•    Enza, efling kvennafjölsmiðju í S-Afríku - 13,8 m.kr.
•    Hjálparstarf kirkjunnar, þróunarverkefni í Eþíópíu – 23,8 m.kr.
•    Rauði kross Íslands, heilsugæsluverkefni í Sómalíu – 11,2 m.kr.
•    Rauði kross Íslands, heimili fyrir munaðarlaus börn í Sómalíu – 19,5 m.kr.
•    Rauði kross Íslands, neyðaraðstoð í Sýrlandi – 10 m.kr.
•    Rauði kross Íslands, uppbygging neyðarvarna í Armeníu og Georgíu – 5,6 m.kr.
•    SOS Barnaþorp, fjölskylduefling í Gíneu Bissá – 14,8 m.kr.
•    SOS Barnaþorp, neyðaraðstoð í Malí - 12 m.kr.
•    Sól í Tógó, bygging barnaþorps -  11,8 m.kr.

Unnið er að breytingu á verklagsreglum fyrir samstarf við félagasamtök, sem miða meðal annars að því að auka skilvirkni þróunarsamvinnuverkefna með langtímastuðningi, skapa umgjörð fyrir markmiðssetta rammasamninga og auðvelda nýjum félagasamtökum að sækja um styrki.

Næsti frestur til að sækja um styrki er 15. september og verður nánar auglýstur síðar, sem og kynning á nýjum verklagsreglum.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics