Hoppa yfir valmynd

Forsætisráðherra sækir leiðtogafund Norðurlanda og forsætisráðherra Indlands

Forsætisráðherra sækir leiðtogafund Norðurlanda og forsætisráðherra Indlands  - myndJohannes Jansson/norden.org

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun sækja leiðtogafund Norðurlanda og Indlands í Stokkhólmi 17. apríl n.k. Þátttakendur á fundinum verða forsætisráðherrar allra Norðurlandanna og Shri Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Þá mun Katrín einnig eiga tvíhliða fund með Narendra Modi.

Meðal umræðuefna á leiðtogafundinum verða viðskiptasambönd ríkjanna, tækniframfarir og nýsköpun, alþjóðleg öryggismál og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna s.s. umhverfismál og jafnréttismál.  Á tvíhliða fundi forsætisráðherra Íslands og Indlands verður m.a. rætt um almenn samskipti landanna, viðskiptamál og samstarf, m.a. á sviði jafnréttsmála auk jarðhitamálefna.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics