Hoppa yfir valmynd

Samningur við Argentínu um afnám vegabréfsáritunar

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 093


Í samræmi við samning milli Íslands og Argentínu, sem öðlaðist gildi 28. september 2001, hefur skylda íslenskra ríkisborgara til að hafa undir höndum vegabréfsáritun í ferðum til Argentínu verið afnumin. Afnám þessarar skyldu er bundin við 3 mánaða dvöl á hverju sex mánaða tímabili fyrir ferðamenn, fólk í viðskiptaerindum og þá sem taka þátt í íþróttum eða vísinda- og menningarstarfsemi, enda sé ekki um það að ræða að viðkomandi stundi launaða vinnu.

Sem fyrr þarf sérstök leyfi til lengri dvalar í Argentínu svo og til að stunda þar launaða vinnu.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 10. október 2001.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics