Hoppa yfir valmynd

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-júlí 2008

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs eftir fyrstu sjö mánuði ársins liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu jókst handbært fé frá rekstri um 26,8 ma.kr. innan ársins, sem er 10,9 ma.kr. lakari útkoma heldur en á sama tíma í fyrra. Tekjur ársins hækka um 12 ma.kr., en gjöldin um 34 ma.kr. millli ára. Útkoman er engu að síður 15,4 ma.kr. hagstæðari heldur en gert var ráð fyrir. Tekjur hækka um 7 ma.kr. umfram áætlun og gjöldin eru um 9 ma.kr. innan áætlunar. Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um 35,5 ma.kr., en hann var neikvæður um 22,4 ma.kr. á sama tíma í fyrra. Skýringin á þessum viðsnúningi er sá að í fyrra keypti ríkissjóður hlut tveggja sveitarfélaga í Landsvirkjun fyrir 30 milljarða, auk þess sem veitt var 44 ma.kr. til styrkingar á eiginfjárstöðu Seðlabanka Íslands. Lántökur aukast um 60 ma.kr. milli ára og jókst handbært fé um hátt í 100 ma.kr. það sem af er árinu.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar–júlí 2004-2008

Liðir
2004
2005
2006
2007
2008
Innheimtar tekjur
150 429
185 085
215 509
252 998
264 163
Greidd gjöld
164 139
180 985
178 257
203 826
237 062
Tekjujöfnuður
-15 428
4 100
37 252
49 172
27 101
Söluhagn. af hlutabr. og eignahl.
-
-
-
-6 136
- 53
Breyting viðskiptahreyfinga
577
496
- 752
-5 248
- 201
Handbært fé
frá rekstri
-16 005
4 596
36 500
37 788
26 847
Fjármuna-
hreyfingar
1 840
11 206
-2 383
-60 165
8 603
Hreinn lánsfjárjöfnuður
-14 165
15 802
34 116
-22 377
35 450
Afborganir lána
-29 142
-33 343
-35 088
-26 465
-37 941
Innanlands
-4 139
-14 000
-12 215
-12 266
-22 656
Erlendis
-25 004
-19 342
-22 873
-14 199
-15 285
Greiðslur til
LSR og LH
-4 375
-2 250
-2 310
-2 310
-2 310
Lánsfjárjöfn-
uður, brúttó
-47 683
-19 790
-3 282
-51 152
-4 801
Lántökur
39 386
13 305
19 735
43 292
103 376
Innanlands
16 127
8 956
12 262
40 171
77 775
Erlendis
23 259
4 349
7 473
3 121
25 601
Breyting á handbæru fé
-8 296
-6 486
16 453
-7 860
98 575


Innheimtar tekjur ríkissjóðs á fyrstu sjö mánuðum þessa árs námu rúmlega 264 ma.kr. sem er aukning um rúma 11 ma.kr. frá sama tíma árið 2007 eða um 4,4% að nafnvirði. Tekjuáætlun ársins gerði ráð fyrir að innheimtar tekjur yrðu rúmlega 257 ma.kr. á þessum tíma og eru þær því um 7 ma.kr. yfir áætlun. Skatttekjur og tryggingagjöld námu tæplega 241 ma.kr. sem samsvarar 5,5% aukningu að nafnvirði á milli ára. Á sama tíma hefur almennt verðlag hækkað um 8,6% (VNV án húsnæðis) og skatttekjur og tryggingagjöld hafa því dregist saman um 2,8% að raunvirði. Aðrar rekstrartekjur námu um 21 ma.kr. og jukust um 20% frá sama tímabili í fyrra en þær samanstanda einkum af vaxtatekjum og sölutekjum af vöru og þjónustu. Þá var eignasala ríkissjóðs óbreytt í júlí og nemur því rúmlega 2 ma.kr. á fyrstu sjö mánuðum ársins.

Skattar á tekjur og hagnað námu um 95 ma.kr. sem er aukning um 9,9% frá sama tíma árið áður. Þar af nam tekjuskattur einstaklinga tæplega 54 ma.kr. og jókst um 7,0% að nafnvirði á milli ára. Tekjuskattur lögaðila nam rúmlega 15 ma.kr. og jókst um 5,6% frá sama tíma árið áður. Skattur af fjármagnstekjum nam 26 ma.kr. og jókst um 19,3% að nafnvirði á milli ára en innheimta hans fer að miklu leyti fram í janúar ár hvert. Innheimta eignarskatta nam 5 ma.kr. sem er samdráttur upp á 20,6% á milli ára. Stimpilgjöld, sem eru um 80% eignarskattanna, drógust saman um rúman 1 ma.kr. á tímabilinu eða um 23,2% en þess má geta að ný lög um afnám stimpilgjalda af lánum vegna fyrstu íbúðakaupa tóku gildi 1. júlí síðastliðinn.

Innheimta almennra veltuskatta gefur ágæta mynd af þróun innlendrar eftirspurnar. Hún nam 111 ma.kr. frá janúar til júlí þessa árs og jókst um 2,8% að nafnvirði frá sama tíma árið áður en dróst hins vegar saman um 5,3% að raunvirði (miðað við hækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis). Þegar horft er á 6 mánaða hlaupandi meðaltal nemur raunlækkun veltuskatta nú 8,7% á milli ára og hefur farið lækkandi síðustu sex mánuði eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Virðisaukaskattur er stærsti hluti veltuskattanna og skilaði hann ríkissjóði tæplega 80 ma.kr. á tímabilinu sem er 4,2% aukning að nafnvirði frá fyrstu sjö mánuðum ársins 2007 en 4,0% raunlækkun. Þá nemur raunlækkun virðisaukaskatts 4,7% á milli ára þegar litið er á 6 mánaða hlaupandi meðaltal. Af öðrum helstu liðum veltutengdra skatta er mest nafnverðsaukning í sköttum á olíu og kílómetragjaldi (+4,3%) en mest nafnverðslækkun af vörugjöldum af bensíni (-3%). Tekjur vegna tolla og aðflutningsgjalda námum tæpum 4 ma.kr. og tekjur af tryggingagjöldum tæpum 24 ma.kr. sem er aukning um annars vegar 18,9% og hins vegar 6,3% á milli ára.

Greidd gjöld nema 237,1 ma.kr. og hækka um 33,3 ma.kr. milli ára, eða um 16,3%. Alþjóðlegir staðlar skipa ríkisútgjöldum í 11 málaflokka, en vægi einstakra málaflokka er mjög misjafnt. Hérlendis munar mestu um heilbrigðismál, eða 58,8 ma.kr. og hækkar sá málaflokkur um 5,6 ma.kr. milli ára, sem er hlutfallslega undir meðaltali, eða 11%. Næst mest vega greiðslur til almannatrygginga og velferðarmála, eða 52,9 ma.kr. og hækka um 7,5 ma.kr. milli ára. Greiðslur til almennrar opinberar þjónustu vega 35,7 ma.kr. og hækka um 6,2 ma.kr. milli ára. Efnahags- og atvinnumál, vega 35,2 ma.kr. og samtals vega þessir fjórir málaflokkar 77% af heildarútgjöldum ríkissjóðs. Hlutfallslega er hækkunin mest hjá varnarmálum, en þar er um tiltölulega nýjan málaflokk að ræða.

Lántökur ársins nema 103,4 ma.kr. og hækka um rúma 60 ma.kr. milli ára. Á vormánuðum var tekin ákvörðun um að auka útgáfur á stuttum ríkisbréfum, í því skyni að auka virkni skuldbréfa- og gjaldeyrismarkaðar. Það sem af er árinu hafa því lántökur ríkissjóðs aukist um 77,8 ma.kr. í formi ríkisbréfa, auk þess sem skammtímalántaka í erlendri mynt jókst um 25,6 ma.kr., á árinu.

Tekjur ríkissjóðs janúar-júlí 2006-2008

í milljónum króna
Breyting frá fyrra ári, %
Liðir
2006
2007
2008
2006
2007
2008
Skatttekjur og tryggingagjöld
202 398
228 049
240 703
21,6
12,7
5,5
Skattar á tekjur og hagnað
73 074
86 649
95 186
39,7
18,6
9,9
Tekjuskattur einstaklinga
44 648
50 245
53 764
20,4
12,5
7,0
Tekjuskattur lögaðila
14 426
14 604
15 418
164,3
1,2
5,6
Skattur á fjármagnstekjur
14 001
21 800
26 004
43,3
55,7
19,3
Eignarskattar
5 806
6 403
5 082
-29,5
10,3
-20,6
Skattar á vöru og þjónustu
99 534
108 058
111 075
16,3
8,6
2,8
Virðisaukaskattur
68 842
76 422
79 607
17,7
11,0
4,2
Vörugjöld af ökutækjum
6 951
5 838
5 940
11,9
-16,0
1,7
Vörugjöld af bensíni
5 151
5 318
5 157
3,3
3,2
-3,0
Skattar á olíu
3 458
3 867
4 032
26,2
11,8
4,3
Áfengisgjald og tóbaksgjald
6 383
6 672
6 768
3,4
4,5
1,4
Aðrir skattar á vöru og þjónustu
8 750
9 942
9 571
25,8
13,6
-3,7
Tollar og aðflutningsgjöld
2 457
3 262
3 878
36,8
32,8
18,9
Aðrir skattar
430
1 145
1 532
8,7
166,3
33,9
Tryggingagjöld
21 097
22 531
23 949
16,0
6,8
6,3
Fjárframlög
173
562
207
-31,5
225,6
-63,1
Aðrar tekjur
12 652
17 539
21 053
-30,1
38,6
20,0
Sala eigna
287
6 848
2 200
-
-
-
Tekjur alls
215 509
252 998
264 163
16,4
17,4
4,4


Gjöld ríkissjóðs janúar–júlí 2006-2008

í milljónum króna
Breyting frá fyrra ári, %
Liður
2006
2007
2008
2007
2008
Almenn opinber þjónusta
23 872
29 527
35 699
23,7
20,9
Þar af vaxtagreiðslur
7 326
10 106
11 696
37,9
15,7
Varnarmál
290
353
684
21,9
93,9
Löggæsla, réttargæsla og öryggismál
7 727
9 302
11 545
20,4
24,1
Efnahags- og atvinnumál
23 469
26 037
34 185
10,9
31,3
Umhverfisvernd
1 922
2 166
2 229
12,7
2,9
Húsnæðis- skipulags- og veitumál
235
256
308
8,7
20,4
Heilbrigðismál
48 141
53 168
58 817
10,4
10,6
Menningar-, íþrótta- og trúmál
8 131
9 408
10 156
15,7
8,0
Menntamál
20 879
23 072
25 593
10,5
10,9
Almannatryggingar og velferðarmál
38 670
45 372
52 881
17,3
16,5
Óregluleg útgjöld
4 920
5 164
4 964
5,0
-3,9
Gjöld alls
178 257
203 826
237 062
14,3
16,3




Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics