Hoppa yfir valmynd

Fundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sat í dag fund utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins sem fram fór í New York samhliða allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Fundurinn var haldinn til undirbúnings leiðtogafundi bandalagsins sem verður í Ríga, höfuðborg Lettlands í lok nóvember n.k. Meðal þess sem fjallað var um á fundinum var ástand og þróun mála í Afganistan, möguleg stækkun bandalagsins og aukið samstarf Atlantshafsbandalagsins við samstarfsríki þess innan Evróatlantshafsráðsins og alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu.

Þá átti utanríkisráðherra í gær tvíhliða fundi með forsætisráðherra Andorra, varaforsætisráðherra Búlgaríu, og utanríkisráðherrum Máritaníu, Óman, Lúxemborgar, San Marínó, Slóvakíu og Laos.  Jafnframt átti utanríkisráðherra tvíhliða fund með lögmanni Færeyja.

Á morgun mun utanríkisráðherra taka þátt í vinnuhádegisverði utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins, þar sem fjallað verður um hin ýmsu alþjóðamál. Einnig mun utanríkisráðherra eiga sérstaka tvíhliða fundi með ráðherrum fleiri ríkja.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics