Hoppa yfir valmynd

Stofnun stjórnmálasambands

Valgerður Sverrisdóttir og M. Marcel Ranjeva
Valgerður Sverrisdóttir og M. Marcel Ranjeva

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 061

Fimmtudaginn 21. september undirrituðu Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra og M. Marcel Ranjeva utanríkisráðherra Madagaskar, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands milli ríkjanna. Undirritunin fór fram í kjölfar tvíhliða fundar ráðherranna sem haldinn var samhliða allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York.

Madagaskar er eyja við austurströnd Afríku, rúmlega fimmföld stærð Íslands. Íbúar eru um 17 milljónir. Íbúar lifa m.a. af ferðmannaiðnaði og útflutningi landbúnaðarafurða, s.s. vanillu, kaffi og negul. Olía og gas er að finna á grunnsævi.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics