Hoppa yfir valmynd

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-febrúar 2009

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu tvo mánuði ársins liggur nú fyrir. Þar sem uppgjörið nær aðeins til tveggja mánaða er samanburður við fyrra ár háður ákveðinni óvissu vegna tilfærslu greiðslna milli mánaða og á það jafnt við um tekjur og útgjöld. Þetta getur valdið sveiflum í einstaka liðum.

Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri jákvætt um 12,1 ma.kr., sem er 22,9 milljörðum lakari útkoma en á sama tímabili í fyrra. Tekjur reyndust um 6,0 milljörðum lægri en í fyrra á meðan að gjöldin hækka um 20,2 milljarða.

Sjóðstreymi ríkissjóðs febrúar 2005-2009

Liðir
2005 2006 2007 2008 2009
Innheimtar tekjur
60.718
72.244
87.597
96.555
90.587
Greidd gjöld
47.897
47.897
56.895
60.274
80.450
Tekjujöfnuður
12.821
22.277
30.702
36.281
10.136
Söluhagn. af hlutabr. og eignahl.
-
-
-
-
-
Breyting viðskiptahreyfinga
1.117
1.084
-570
-1.302
1.917
Handbært fé frá rekstri
13.938
23.361
30.133
34.979
12.053
Fjármunahreyf-
ingar
4.011
-2.469
-31.733
-2.312
-2.279
Hreinn lánsfjárjöfnuður
17.948
20.892
-1.601
32.668
9.774
Afborganir lána
-11.215
-8.064
-20.583
-808
-1.327
Innanlands
-2.216
-8.058
-20.583
-704
-1.327
Erlendis
-9.000
-6
-
-104
0
Greiðslur til
LSR
og LH
-500
-660
-660
-660
0
Lánsfjárjöfn-
uður, brúttó
6.233
12.168
-22.844
31.201
8.447
Lántökur
1.016
1.532
38.519
2.327
32.389
Innanlands
-3.931
1.532
38.519
2.327
32.684
Erlendis
4.947
-
-
-
-295
Breyting á handbæru fé
7.249
13.700
15.676
33.529
40.836


Innheimtar tekjur ríkissjóðs á fyrstu tveimur mánuðum ársins voru tæplega 91 ma.kr. samanborið við tæplega 97 ma.kr. á sama tíma árið 2008. Samdrátturinn er því um 6 ma.kr. eða 6,2% að nafnvirði. Áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir að innheimtar tekjur yrðu um 96 ma.kr. og er frávikið því um 5 ma.kr. Munar þar mest um lægri skatta á vöru og þjónustu en gert var ráð fyrir í áætluninni. Skatttekjur og tryggingagjöld námu 85 ma.kr. og drógust saman um 6,7% að nafnvirði og um 23% að raunvirði miðað við hækkun almenns verðlags (VNV án húsnæðis). Samdrátturinn að raunvirði milli ára hefur aukist hratt síðustu mánuði og er nú 29,2% þegar horft er á 4 mánaða meðaltal. Þá jukust aðrar rekstrartekjur ríkissjóðs á fyrstu tveimur mánuðum ársins um 4,1% frá sama tíma 2008 en þær eru einkum vaxtatekjur og tekjur af sölu á vöru og þjónustu.

Skattar á tekjur og hagnað námu 46 ma.kr. sem er aukning um milljarð frá sama tíma árið 2008 eða 2,2% aukning að nafnvirði. Þar af nam tekjuskattur einstaklinga rúmlega 15 ma.kr. og dróst saman um 1,5% að nafnvirði. Tekjuskattur lögaðila nam 2 ma.kr. sem er samdráttur upp á 26,9% frá sama tíma árið áður. Fjármagnstekjuskattur nam tæplega 29 ma.kr. og jókst um 7,6% á milli ára en innheimta hans fer að langmestu leyti fram í janúar hvert ár. Stór hluti innheimts fjármagnstekjuskatts janúarmánaðar gengur þó til baka síðar á árinu, upp í álagðan tekjuskatt lögaðila. Innheimta eignarskatta var um 0,8 ma.kr. og dróst saman um 49,6%, þar af námu stimpilgjöld 0,5 ma.kr. og drógust þau saman um 60,6% frá fyrra ári.

Innheimta almennra veltuskatta nam 30 ma.kr. á fyrstu tveimur mánuðum ársins og dróst saman um tæplega 6 ma.kr. frá sama tíma í fyrra eða um 30,5% að raunvirði (m.v. hækkun VNV án húsnæðis). Þá er raunlækkunin á milli ára mjög mikil þegar litið er á 4 mánaða meðaltal eða 34,4% (sjá mynd). Virðisaukaskattur, sem er stærsti hluti veltuskattanna, nam um 22 ma.kr. samanborið við 25 ma.kr. á sama tíma árið 2008. Það er samdráttur upp á 11,3% að nafnvirði og 26,8% að raunvirði. Virðisaukaskattur í febrúarmánuði einum dróst saman um 4,7% frá sama mánuði í fyrra en hann kemur af smásölu fyrir mánuðina nóvember og desember. Af öðrum helstu liðum veltutengdra skatta er einna mestur samdráttur í vörugjöldum af ökutækjum eða 91,9%. Hann endurspeglast í samdrætti í nýskráningum bifreiða, sem hefur farið stigvaxandi frá miðju ári 2008 og var um 90% á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Tekjur af tollum og aðflutningsgjöldum námu rúmum milljarði króna og tekjur af tryggingagjöldum voru ríflega 6 ma.kr. sem er samdráttur um annars vegar 7,4% og hins vegar 8,4% á milli ára.

Greidd gjöld nema 80,5 ma.kr. og hækka um 20,2 ma.kr. frá fyrra ári, eða um 33,5%. Milli ára hækka útgjöld mest til almennrar opinberrar þjónustu eða um 8,1 ma.kr., þar sem vaxtagreiðslur ríkissjóðs skýra 6,2 ma.kr. Þá hækka útgjöld til almannatrygginga og velferðarmála um 6,3 ma.kr. sem skýrist að mestu með 3,2 ma.kr. hækkun útgjalda atvinnuleysistryggingasjóðs og 1,3 ma.kr. vegna útgjalda lífeyristrygginga. Útgjöld til heilbrigðismála aukast um 2,2 ma.kr. milli ára þar sem útgjöld til sjúkratrygginga skýra 1,5 ma.kr. Útgjöld til efnahags- og atvinnumála aukast um 2,3 ma.kr. og skýrist það að mestu með framkvæmdum Vegagerðarinnar sem aukast um 1,2 ma.kr. milli ára. Útgjöld til menntamála aukast um 1,1 ma.kr. þar sem útgjöld til Lánasjóðs íslenskra námsmanna aukast um 500 m.kr. milli ára. Breytingar í öðrum málaflokkum eru minni en þau sem áður hafa verið talin. Útgjöldin eru 1,8 ma.kr. innan áætlunar og skýrist það að mestu af því að framkvæmdir í samgöngumálum og annarri fjárfestingu fara hægar af stað en gert hafði verið ráð fyrir.

Lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs er jákvæður um 8,4 ma.kr. í febrúar á móti 31,2 ma.kr. á sama tíma í fyrra. Hreinn lánsfjárjöfnuður nam 9,8 ma.kr. og lækkar um 22,9 ma.kr. milli ára sem skýrist með lækkun á handbæru fé frá rekstri. Frá áramótum hefur ríkissjóður selt ríkisbréf fyrir um 29,2 ma.kr. og hækkað stofn ríkisvíxla um 3,5 ma.kr. umfram innlausn. Á móti námu afborganir 1,3 ma.kr. sem skiptist jafnt á milli spariskírteina og annarra lána ríkissjóðs.

Tekjur ríkissjóðs febrúar 2007-2009

í milljónum króna
Breyting frá fyrra ári, %
Liðir
2007
2008
2009
2007
2008
2009
Skatttekjur og tryggingagjöld
82.517
91.056
84.983
20,4
10,3
-6,7
Skattar á tekjur og hagnað
39.781
45.216
46.205
19,7
13,7
2,2
Tekjuskattur einstaklinga
15.537
15.741
15.498
15,9
1,3
-1,5
Tekjuskattur lögaðila
3.280
2.954
2.160
-45,0
-9,9
-26,9
Skattur á fjármagnstekjur
20.964
26.521
28.547
51,3
26,5
7,6
Eignarskattar
1.703
1.655
833
-15,5
-2,9
-49,6
Skattar á vöru og þjónustu
33.511
35.809
30.144
24,2
6,9
-15,8
Virðisaukaskattur
24.718
25.084
22.260
36,3
1,5
-11,3
Vörugjöld af ökutækjum
1.063
2.472
201
-34,3
132,5
-91,9
Vörugjöld af bensíni
1.331
1.391
1.489
-7,7
4,5
7,0
Skattar á olíu
1.320
1.403
1.162
14,4
6,3
-17,1
Áfengisgjald og tóbaksgjald
1.764
1.776
1.853
6,5
0,7
4,4
Aðrir skattar á vöru og þjónustu
3.316
3.684
3.179
11,6
11,1
-13,7
Tollar og aðflutningsgjöld
779
1.158
1.072
115,4
48,7
-7,4
Aðrir skattar
170
322
409
52,0
89,3
26,8
Tryggingagjöld
6.572
6.896
6.319
12,2
4,9
-8,4
Fjárframlög
95
17
20
-14,7
-81,9
14,1
Aðrar tekjur
4.671
5.364
5.583
30,8
14,9
4,1
Sala eigna
314
117
1
-
-
1,0
Tekjur alls
87.597
96.555
90.587
21,3
10,2
-6,2


Gjöld ríkissjóðs febrúar 2007-2009

í milljónum króna
Breyting frá fyrra ári, %
Liður
2007
2008
2009
2008
2009
Almenn opinber þjónusta
6.184
6.833
14.894
10,5
118,0
Þar af vaxtagreiðslur
912
788
7.012
-13,6
789,8
Varnarmál
105
244
205
132,6
-16,1
Löggæsla, réttargæsla og öryggismál
2.520
2.664
2.768
5,7
3,9
Efnahags- og atvinnumál
7.288
6.840
9.151
-6,1
33,8
Umhverfisvernd
591
596
418
0,8
-29,9
Húsnæðis- skipulags- og veitumál
80
88
26
10,6
-70,2
Heilbrigðismál
14.261
15.637
17.853
9,7
14,2
Menningar-, íþrótta- og trúmál
3.114
3.355
3.304
7,7
-1,5
Menntamál
7.823
9.049
10.185
15,7
12,6
Almannatryggingar og velferðarmál
13.404
13.728
20.061
2,4
46,1
Óregluleg útgjöld
1.143
1.240
1.585
8,5
27,8
Gjöld alls
56.514
60.274
80.450
6,7
33,5




Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics