Hoppa yfir valmynd

II. Þátttaka Íslands í friðargæslu - af hverju?

Guðni Th. Jóhannesson, Jónas G. Allansson, Davíð Logi Sigurðsson og Anna Jóhannsdóttir

Málþing í Háskólanum á Bifröst, 19. október 2007

Á málþinginu var fjallað um alþjóðlega friðargæslu frá ólíkum sjónarhornum og þátttöku Íslands í henni. Á undanförnum árum hafa Íslendingar fengið umtalsverða reynslu af störfum á átaka- og hamfarasvæðum. Margir hafa starfað á vettvangi alþjóðastofnana eins og Rauða krossins, OECD og Sameinuðu þjóðanna, og á síðustu árum hafa margir starfað fyrir Íslensku friðargæsluna. Á málþinginu var spurt hvers eðlis íslensk friðargæsla væri og hvert bæri að stefna, hvaða lærdóm mætti draga af þessari reynslu og hvernig hún gæti nýst Íslandi í framtíðnni eins og við þátttöku í alþjóðlegum verkefnum á borð við hugsanlegra setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna?


Fundarstjóri:

Jón Ólafsson, forseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst


Stefnumörkun og reynsla friðargæslunnar
Anna Jóhannsdóttir, forstöðumaður Íslensku friðargæslunnar


Framboð og friðargæsla – hvaða hlutverki gegna blaðamenn?
Davíð Logi Sigurðsson, blaðamaður


Á vettvangi friðargæslu í Afganistan og Sri Lanka
Jónas G. Allansson, friðargæsluliði og mannfræðingur


Viðbrögð við erindum fyrirlesara
Guðni Th. Jóhannesson, sérfræðingur við Háskólann í Reykjavík



Myndbandsupptökur:


Fyrri hluti
- Erindi málþingsins.


Síðari hluti
- Guðni Th. Jóhannesson, sérfræðingur við Háskólann í Reykjavík: Viðbrögð við erindum.
- Umræður sem Jón Ólafsson, forseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst, stjórnar.


Ísland á alþjóðavettvangi: Hvað geta stjórnvöld lært af íslenskri friðargæslu?
- Upptaka með glærum.



 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics